Urð og grjót…?

Já já mesta bloggleti sem sögur fara af!

Kannski af því það er svo mikið að gera og mikið að hugsa um… Sumt ómerkilegra en annað 😉 Var til dæmis að hugsa um „fjallgöngur“ bernsku minnar um daginn, mjög merkilegt umhugsunarefni! Fór í óteljandi ferðalög um Ásland með ástkærum foreldrum mínum og fleiri ættingjum hérna í gamla daga og þessi ferðalög innihéldu alltaf að minnsta kosti einn svakalegan göngutúr – að mínu mati. Hvort sem þetta var upp lítið fjall eða bara einhver ákveðinn gönguhringur var alltaf svo góð tilfinning að koma til baka og sjá bílinn bíða eftir manni (íþróttagenin komu snemma í ljós). Og alltaf vorkenndi ég fólkinu sem við mættum jafnmikið þar sem það var að byrja en við að enda – þó ég hafi verið í sömu sporum og þetta fólk stuttu áður og ekkert endilega fundist það svo slæmt. Ég var líka oft orðin ansi þreytt þegar við komum til baka svo það er kannski ekki skrýtið að ég hafi ekki getað hugsað mér að fara strax aftur af stað… Ef við vorum að labba upp eitthvað frekar bratt fannst mér nefnilega alltaf best að hlaupa bara.. ljúka þessu sem fyrst af og hljóp þá eins hratt og ég gat upp brekkur þangað til ég gat varla andað… og sama hversu erfitt þetta var langaði mig aldrei að birtast bara efst á fjallinu eða við enda gönguleiðarinnar heldur var nauðsynlegt að klára þetta allt – og vorkenna svo auðvitað þeim sem áttu það sama eftir!

Mjög hjartnæm lýsing á gönguferðum og brekkuhlaupum… en mér dettur þessi tilfinning stundum í hug þessar vikurnar í tengslum við þessa meðgöngu (ég held að ég sé búin að standa mig vel í að tilkynna fólki þetta, sorry ef einhver er að frétta þetta hér sem ætti að hafa fengið formlega tilkynningu ;)). Ég myndi ekki vilja missa af neinu, ekki vilja hoppa yfir neitt en alls alls alls ekki fara eitt skref til baka. Og ég vorkenni þeim sem eru mögulega komnir styttra en öfunda samt ekki þá sem eru komnir lengra. Ég er semsagt alltaf á nákvæmlega rétta staðnum sem hlýtur að vera ágætt 😉 Ég myndi tryllast ef einhver myndi henda mér nokkrum vikum aftur í tímann og ég þyrfti að upplifa aftur þessa endalausu ógleði og vanlíðan… en á meðan það tímabil var (sem var nú ekki beint stutt) hugsaði ég aldrei að mig langaði að hoppa nokkrar vikur fram í tímann. Almennt séð finnst mér tíminn líða svakalega hratt og næ varla sjálf að fylgjast með þessu… held að sumum fyndist ég einum of kærulaus, þarf að hugsa vikufjölda ef ég er spurð og get varla sagt að ég viti hvað nákvæmlega er að gerast á hvaða tíma – er bara upptekin við annað 😉 Fyrir utan að mér finnst þetta ennþá mjög óraunverulegt. Og þetta ER mjög óraunverulegt.

Nú er ég búin að blogga og það alveg slatti dramatískt blogg, dugleg ég! Nú get ég kannski farið að blogga um ódramatíska hluti. Enda þetta á þeim praktíska fróðleiksmola að nú eru ca tveir mánuðir og ein vika þangað til við fáum íbúðina okkar á Skaganum afhenta… svona í verkefnaskilum, prófalestri og jólastússi. Allir mega hjálpa til við flutninga 😉

6 replies on “Urð og grjót…?”

 1. Alltaf gaman að fá góðar fréttir þótt á bloggi sé. Milljón broskarlar!
  Það vantar eina flottustu kökuna í myndasafnið þitt, strætókökuna. Þú getur bara stolið henni af síðunni minni, myndasafninu. Svo væri rosalega gaman að fá þig í heimsókn bráðum og spjalla betur um væntanlega atburði og staðsetningu íbúðar og svona. 🙂
  Þú átt líka dót hjá mér … þetta sem var undir kökunni flottu og góðu.
  Knús til þín og allra þinna!

 2. til hamingju með bumbubúann…
  njóttu þess að vera ólétt

  þá má allt!

  grenja á óviðeigandi stöðum.
  taka „hormónakast“
  eða í raun gera hvað sem er..
  bara strjúka mallann og segja…
  „æ þessir hormónar“

Comments are closed.