Mánaðarskipt færslusafn fyrir: nóvember 2007

Áhaldssemistjáningar og nostalgíumyndir

Ég er ekki þekkt fyrir að vilja breyta hlutum. Allt er best eins og það er… en samt ennþá betra eins og það var.. sem eru léleg rök því í framtíðinni verður það sem er að gerast núna að því sem var. Þó ég vilji trúa því að ég sé frekar skynsöm svona að eðlisfari þá á ég mjög erfitt með að beita sjálfa mig rökfærslum, ég vil að aðrir sjái um það. Og ákveð svo oftast að trúa þeim bara ekkert. Erfið? Nei nei. Undanfarið ár er ekki bara eitthvað eitt búið að breytast heldur ALLT. Ekki nóg með að liminal ástandið sé í hámarki (varð að troða þessu orði hér inn) út af meðgöngunni og ég sé skokkandi utan hringsins eins og Steinn Steinarr heldur er ég að flytja milli bæjarfélaga, fara í fæðingarorlof í staðinn fyrir skóla og svo framvegis. Og við erum að tala um mig. Ég sem get varla skipt um tannbursta (engar áhyggjur, ég geri það nú samt) eða breytt uppröðun á hlutum inni í skáp (það er hins vegar óþarfi).

Þrátt fyrir að líða stundum eins og ég vilji stoppa tímann veit ég að ég þarf víst að pakka niður því ég ER að fara að flytja. Þar kemur skipulagsþátturinn sterkur inn og þrátt fyrir að vera í afneitun gagnvart breytingum geri ég alltaf það sem þarf að gera. Ég byrjaði þess vegna samviskusamlega á að pakka niður mjög tímanlega og búa til svakalega skipulagt kassakerfi sem ég skrái niður í bók. En til að gera málamiðlun við sjálfa mig byrjaði ég á að pakka bara niður því sem sést ekki. Eftir að hafa fyllt tuttugu kassa leit íbúðin semsagt út eins og ekkert hefði breyst. En í gær var komið að því óumflýjanlega. Búið að tæma allar skúffur og skápa og geymsluhillur og þá varð víst að taka það sýnilega burt. Ég ætlaði bara að þrífa íbúðina, færa allt til, þurrka af og RAÁA ÞVÁ AFTUR. Þegar Daði spurði mjöööööög varfærnislega hvort við ættum kannski frekar að setja þetta ofan í kassa. Kassa? Strax? Á ég að horfa bara á tómar hillur hérna? Uhm… það var einn dagur í afhendingu og vika í flutninga og ég vildi raða öllu snyrtilega upp aftur. En það er með stolti sem ég tilkynni að ég lét segjast og pakkaði niður eins og enginn væri morgundagurinn. Og nú gapa á mig tómar hillur og borð út um allt. Ég benti Daða ítrekað á hvað það væri nú sorglegt að allt dótið myndi aldrei aftur vera á nákvæmlega þessum stað, í nákvæmlega þessari uppröðun. Ég get ekki sagt að hann hafi skilið hvað í andsk.. ég var að tala um. Við erum að fara úr 29 fermetrum í 135 fermetra og hann sér bara jákvæða hluti við það, piff… skil þetta ekki 😉 Bókahillan er samt enn troðfull og ég er að reyna að mana mig upp í að tæma hana. Þá verður íbúðin nú endanlega sálarlaus. Ekkert drama hér á ferð 😉

Þó þetta sé nú allt svona erfitt fyrir mig (hehe) þá hlakka ég auðvitað tryllingslega til líka. Að geta loksins haft allt dótið sem ég á hjá mér því það er dreift í nokkur hús. Að geta hengt myndir upp á veggi með því að negla en ekki bara með kennaratyggjói. Að geta boðið fólki í heimsókn. Að geta þvegið þvott inni í íbúðinni. Að geta bakað og eldað. Að geta leyft amstrad að flytja til mín 😀 Að geta farið allt sem ég þarf á 5 mínútum og geta auðveldlega labbað það sem mig langar að fara.  En geta SAMT alltaf þegar mér dettur í hug skroppið suður til Öddu á tæpum klukkutíma 🙂 Það er auðvitað lífsnauðsynlegt og verður mikið gert.

Gamlar myndir sem ég var að skoða en koma þessari færslu svosem ekkert við… önnur mynd af okkur ömmu því það er bara svo gott að láta hana leiða sig!

minni.jpg

Og ótrúlega fögur fjölskylda á fallegum bíl á leið í ferðalag 😀 Gæti verið að það örlaði á smá gelgju hjá elskulegum systkinum mínum? 😉

minnisminni.jpg

Myndir af framtíðinni…

 Athugaði aðeins stöðuna í gær, hvort barnið væri ekki stillt og prútt….

það hefur greinilega liðleikann frá mér, ég set oft tærnar í ennið á mér þegar ég er að slappa af. 

umbi1.jpg

Annars var það frekar pirrað á þessum myndatökum, veit greinilega ekki á hverju það á von 😉

En ég vona að allir séu sammála mér um að það er aaaalveg eins og ég! Er það ekki? 😉

umbi3.jpg

P.s. Þessar myndir tók ég auðvitað með nýju myndavélinni minni 😉 Er svo klár….

Ástin mín Myndbjartur

Já loksins er hún komin til mín, nýja og fallega myndavélin mín!

Mamma var svo „heppin“ að vera ein heima með mér daginn sem ég náði í vélina á pósthúsið og hún fékk þess vegna að vera módel með öllum stillingum sem ég gat mögulega prófað og stóð sig óaðfinnanlega, ég held að ég hefði verið löngu búin að rífa af mér myndavélina og lemja mig í hausinn með henni ef ég hefði verið hún… sérstaklega þar sem hún var á fullu að reyna að baka og ég elti hana út um allt 😉

Mér tókst að taka svo skýra mynd af auganu af sjálfri mér að ég uppgötvaði að ég er með þrjár freknur þar sem ég hef ekki einu sinni séð í spegli sko 😉 (ég er ekkert montin með þessa myndavél). Sú mynd var hins vegar OF skýr að öðru leyti svo hún er ekki birt hér 😀 Fyrst var ég búin að gera nokkrar tilraunir og eins og sést á þessari mynd var fókusinn alltaf á hárinu á mér en ekki augunum til að byrja með… svona „örlítil“ byrjendamistök 😀

augu.jpg

Ég er auðvitað búin að mynda alla í kringum mig meira en nokkur hefur áhuga á að láta mynda sig. En það er alltaf skemmtilegast að taka myndir af systkinabörnunum mínum, þau vilja alltaf leyfa mér að æfa mig 😀

Hildur Björk „litla“ frænka var mjög liðtæk í þessari hjálp 😉

hibbie.jpg

Hálf-tannlaus Katrín Rut 🙂

katamin.jpg

Heiður Dís aðalfyrirsæta 🙂

november2007a-045.jpg

Lóa litla voða þreytt…

loa.jpg

Og svo auðvitað Hjalti 😀 Vona að foreldrum hans blöskri ekki þessi myndbirting en svona eiga börn nú bara að vera ekki satt 😉 Málaður af leikskólanum og að fá sér smá köku hjá ömmu 🙂

hjalti.jpg

Svo komið þið bara í heimsókn ef þið hafið þörf fyrir að láta taka myndir af ykkur!