Já loksins er hún komin til mín, nýja og fallega myndavélin mín!
Mamma var svo „heppin“ að vera ein heima með mér daginn sem ég náði í vélina á pósthúsið og hún fékk þess vegna að vera módel með öllum stillingum sem ég gat mögulega prófað og stóð sig óaðfinnanlega, ég held að ég hefði verið löngu búin að rífa af mér myndavélina og lemja mig í hausinn með henni ef ég hefði verið hún… sérstaklega þar sem hún var á fullu að reyna að baka og ég elti hana út um allt 😉
Mér tókst að taka svo skýra mynd af auganu af sjálfri mér að ég uppgötvaði að ég er með þrjár freknur þar sem ég hef ekki einu sinni séð í spegli sko 😉 (ég er ekkert montin með þessa myndavél). Sú mynd var hins vegar OF skýr að öðru leyti svo hún er ekki birt hér 😀 Fyrst var ég búin að gera nokkrar tilraunir og eins og sést á þessari mynd var fókusinn alltaf á hárinu á mér en ekki augunum til að byrja með… svona „örlítil“ byrjendamistök 😀
Ég er auðvitað búin að mynda alla í kringum mig meira en nokkur hefur áhuga á að láta mynda sig. En það er alltaf skemmtilegast að taka myndir af systkinabörnunum mínum, þau vilja alltaf leyfa mér að æfa mig 😀
Hildur Björk „litla“ frænka var mjög liðtæk í þessari hjálp 😉
Hálf-tannlaus Katrín Rut 🙂
Heiður Dís aðalfyrirsæta 🙂
Lóa litla voða þreytt…
Og svo auðvitað Hjalti 😀 Vona að foreldrum hans blöskri ekki þessi myndbirting en svona eiga börn nú bara að vera ekki satt 😉 Málaður af leikskólanum og að fá sér smá köku hjá ömmu 🙂
Svo komið þið bara í heimsókn ef þið hafið þörf fyrir að láta taka myndir af ykkur!