Myndir af framtíðinni…

 Athugaði aðeins stöðuna í gær, hvort barnið væri ekki stillt og prútt….

það hefur greinilega liðleikann frá mér, ég set oft tærnar í ennið á mér þegar ég er að slappa af. 

umbi1.jpg

Annars var það frekar pirrað á þessum myndatökum, veit greinilega ekki á hverju það á von 😉

En ég vona að allir séu sammála mér um að það er aaaalveg eins og ég! Er það ekki? 😉

umbi3.jpg

P.s. Þessar myndir tók ég auðvitað með nýju myndavélinni minni 😉 Er svo klár….

9 replies on “Myndir af framtíðinni…”

 1. Á†, hvað maður er sætur 🙂
  Þrívíddarsónar er snilld, ég fer pottþétt í svoleiðis.
  En annars aftur til hamingju með þetta litla, fallega og liðuga barn 🙂

 2. meeeeessstu krútt tásur í heimi!!!! ohh….nú bráðna ég alveg…..úfff….
  ég er núna alveg með svona „hlakka til“ sting í maganum…. hlakka til að fá að knúsa litla bangsann…:)

  ég fæ strákatilfinningu….:)

 3. hahah ég var einmitt að spá í þessu Halla en kunni ekki við að nefna það… 😉 skil ekki hvað hefur gerst hérna en það er eitthvað spúkí…

  þú mátt sko knúsast alveg eins og þú vilt Gudda mín 😉 styttist þvílíkt í að ég flytji í nýju íbúðina, jibbí jei 😀 en ég held að ég viti bara ekki um neinn sem heldur að þetta sé stelpa… greinilega einstaklega karlmannlegt barn hér á ferð 😉

  það var mjög gaman að fara í þennan sónar, mæli sko alveg með honum Ósk fyrst þú ert nú komin í þessi spor 😀 til hamingju aftur með það 🙂

 4. Allamalla! Hvílíkt krútt! 😀 Vona að lærdómur og íbúðarsans gangi vel mín kæra. Hlakka til að sjá þig um júlen 🙂

 5. Bara svo það sé á hreinu Dagbjört…

  þá borga ég ekki meðlag, þó barnið sé skuggalega líkt mér 😉

  ekki nema þú skírir það Halla 😀

  vona að „ástandið“ fari vel í þig……

 6. Hvaða hvaða… er Óskin komin af stað líka???

  hvað voðalega missi ég af…ég þarf sko að fá lykilorðið aftur… náttla löngu búin að týna því…. ohh…ég er svo óskipulögð….

Comments are closed.