Á gær var bakið mun skárra… ó yndislegu sterasprautur! Ég gat í fyrrakvöld rétt úr mér og labbað og verð að passa mig að gera ekki ALLT sem mig langar að gera – því ekki vil ég aftur verða Bogbjartur. Bestu fréttirnar af öllum eru þær að í gær fórum við suður með Guðmund Hrafnkel til hjartalæknis og allt kom alveg frábærlega út úr því – einstaklega fullkomið hjarta. Við vorum búin að bíða í þrjár vikur eftir þessum tíma því það heyrðist aukahljóð í hjartanu hans – og heyrist reyndar enn- en það er algjörlega saklaust 🙂 Ég er auðvitað ánægðust í öllum heiminum með þessar niðurstöður. Nú sefur umræddur Hrafnkell úti í vagni en er af einhverjum ástæðum alltaf að rumska… ég hef samt áralanga reynslu af að tryggja góðan svefn í vagni!
(Á vagninum er Hvítibangsi Bergþór Kristjánsson, „sonur“ Öddu ;))