Þorri

Á fyrsta sinn í mörg mörg ár hlakka ég til að fá vor og sumar. Minn tími hefur alltaf verið þegar mesta skammdegið er, finnst aldrei skemmtilegt þegar þessi ofbirta búin til úr sól og snjó er í gangi eins og núna. Haustið er einfaldlega það besta sem til er – rétta birtan, rétta loftið, fallegustu litirnir 🙂 En nú get ég alveg sætt mig við að eyða smá tíma í vor og sumar áður en aðal árstíðin kemur. Ástæðan er einföld… mig langar að geta farið með barnið mitt út. Svona endalaus fimbulkuldi og snjór hentar ekkert voðalega vel fyrir lítinn strák með eyrnabólgu og kvef. Og það er bara ekkert gaman að hanga alltaf inni þegar maður er 1 árs… og það er ekki heldur gaman þegar maður er 27 ára 😉 Ég sé sumarið fyrir mér með endalausum göngutúrum, rólóferðum og skemmtilegheitum… á milli þess sem ég skrifa aðeins í ritgerð já 😉

Þetta blogg er vanrækt eins og alltaf. Aumingja bloggið. Ég hef auðvitað alltaf draumasögur að segja frá 😉 Á nótt dreymdi mig að ég var að fara frá Borgarnesi og heim og það var 91 metri í hviðum undir Hafnarfjallinu, 56 metrar að jafnaði. Semsagt ekki séns. En ég lagði af stað og það í rútu í þokkabót og allt í einu var vegurinn mjór malarvegur. Nú geta draumaráðningasnillingar byrjað að túlka þessar tölur og sagt mér svo hvað þetta þýðir 😉 Að lokum var ég svo stödd í Nettó á Akranesi og hljóp til að opna hurð fyrir pabba, á meðan lagði ég myndavélina mína á gólfið og gleymdi henni þar. Fattaði það þegar ég var komin heim og ætlaði að rjúka út að sækja hana en….. hmmm… ég var búin að eiga myndavélina í rúmt ár og Nettó lokaði fyrir amk tveimur árum svo myndavélin var týnd í tímanum. Flókið vandamál sem leystist ekki áður en ég vaknaði en sem betur fer er myndavélin hér.

Fyrir nákvæmlega ári síðan var ég að koma með Guðmund Hrafnkel heim af sjúkrahúsinu… vissi ekkert og kunni ekkert 😉 Sem betur fer kom sú vitneskja sem ég hef öðlast undanfarið ár smám saman en ekki öll í einu! Tíminn er skrýtinn… líður svo hratt og gleypir svo myndavélina mína….

2009.JPG 2008.jpg

Hvort okkar hefur breyst meira? 😉