Þjóðfræðingur…

… á laugardaginn sá ég þetta orð í fyrsta skipti á prenti við hliðina á nafninu mínu. Lúmskt gaman! Aðeins öðruvísi en að vera  „BA í þjóðfræði“ sko 😉 Staðurinn var Fréttablaðið, úúúú hvað maður er orðinn frægur 😉

Ég held annars að ég verði að fara til læknis og fá einhverjar lærdómstöflur. Ég hef aldrei verið svona löt að læra.

Svo fer ég svona bráðum að setja inn myndir frá þorrablótinu sem var á föstudaginn en við María, Lilja og Hrönn kíktum eftir matinn. Mættum ekki á svæðið fyrr en um 11 og sumir voru orðnir ansi hressir 😀 Múhaha…. þá er gaman að mæta ofur rólegur með myndavél, hjálpa fólki að rifja upp kvöldið og svona 😉