Sumir dagar eru skrýtnari en aðrir…Â dagurinn í gær var með þeim allra skrýtnustu.
Ég hef enga þörf fyrir að blogga um atburði dagsins en ég vildi óska þess að fjölmiðlar væru tillitssamari (sem gerist væntanlega aldrei) og ég vildi óska þess að fólki fyndist ekki nauðsynlegt að tjá sig um mál á netinu sem það hefur ekki hugmynd um… henda fram hinum og þessum tilgátum og dæma fólk sem það hefur aldrei þekkt. Aðstæður fólks og aðdragandi atburða getur verið svo miklu flóknara ferli en það sem almenningur sér… toppurinn á ísjakanum. Ég vildi óska þess að á stærsta fréttavef landsins þyrfti maður ekki bæði að lesa allt í ýktum æsifréttastíl og ofan á það tjáningar fólks út í bæ sem veit ekkert um hvað það er að tala. „Moggabloggið“ er bara ekki að virka í svona alvarlegum tilfellum. Fólk er að syrgja…
Þess bera menn sár um ævilöng ár
sem aðeins var stundarhlátur;
því brosa menn fram á bráðfleygri stund,
sem burt þvær ei ára grátur.
Drýpur sorg, drýpur hryggð af rauðum rósum….