Sturluð stefna

Hvað er að þessum Sjálfstæðismönnum?! Setja Sturlu, Einar Kr. og Einar Odd í þrjú eftstu sætin í NV-kjördæmi og setja svo konur í 4.-7. sæti. Sætt af þeim. Mér sýnist markmið þeirra helst vera að fá engar konur á þing en að stofna í staðinn einhverskonar öldungadeild á Alþingi fyrir alla gráhærðu jakkafatakallana sína. (Nema að þeir geri ráð fyrir að þessir kallar hrökkvi upp af um mitt kjörtímabil og þá fái konurnar að komast að)

Þeir hefðu allavega alveg mátt senda Sturlu eitthvert langt út í heim í þægilegan sendiherrastól. Væri betur komin þar en á Alþingi Íslendinga. Reynar hefðu þeir líka alveg mátt senda Einar Kr. til Japans til að selja hval. Voðalegt hvað maðurinn er eins og lítill krakki sem er að kanna hvað hann getur gengið langt með þessum hvalveiðum sínum.

Mér er óskaplega erfitt að skilja hvers vegna um 40% þjóðarinnar kýs þetta yfir sig aftur og aftur. Ég þekki reyndar sumt af þessu fólki og flest virðist það vera ágætis fólk…fyrir utan að þjást af þessari hugsanavillu.

Ég legg til að fólk læri allt stafrófið fyrir næsta vor og einbeiti sér að seinni hlutanum.

Góðar stundir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *