Var að finna gamla launaseðla. Þar er ég titluð Eygló Traustadóttir verkamaður.
Sumarið 1998 vann ég í fyrsta skipti í frystihúsi. Ég fékk að koma með mömmu í vinnuna eftir hádegi. Við vorum nokkrir krakkar þarna, man allavega eftir Oddnýju og Halla Dan. Man ekki nákvæmlega hvað við vorum að gera en minnir að við höfum staðið við endann á færiböndunum og hent fiski í kör. Fyrir þetta fékk ég 312, 71 kr. á tímann + bónus sem var þá á bilinu 118, 71 – 160,18 kr. á tímann.
Já, einu sinni var ég verkamaður.