Týsararnir eru komnir til landsins. Þeir spila á fjórum tónleikum um helgina, á Paddy’s í Keflavík á morgun, fimmtudag; Græna Hattinum Akureyri á föstudaginn, Nasa á laugardaginn og Hellinum á sunnudaginn.
Týr verður í Smekkleysu plötubúð, Laugavegi 35, kl 17:00 í dag og ætlar að árita diska og einnig plaköt sem hljómsveitin mun gefa. Takmarkað magn plakata er til. Fyrstir koma fyrstir fá.
Miðasala á tónleika Týr er í Smekkleysu plötubúð, Paddys og Hljómval Keflavík og í Pennanum Akureyri.