Framtíðin…

Ég er ekkert mjög bjartsýn á framtíðina núna. Og þó er ég ekkert sérstaklega svartsýn. Ég sé fyrir mér að lífið framundan geti verið yndislegt í einfaldleika sínum. Það verður a.m.k. einfalt á meðan maður á fyrir mat og húsnæði. Ég vona að við verðum svo heppin.

Staðreyndin er nefnilega sú að ef við líkjum ástandinu við Titanic (sem mér skylst að Spaugstofan hafi gert á laugardaginn) þá erum við enn í veislunni…en það er verulega farið að síga á seinnihlutann.