Sumarfrí­ = brúðkaup

Jibbí­! Núna er langþráð sumarfrí­ byrjað:) Frí­ið byrjaði á núðlum á Nings, sundferð með Ingunni og heimsókn til Þrúðar með Ingunni og ístu.

Núna er ég að pakka niður svo ég geti haldið af stað austur á morgun og knúsað minn tilvonandi mann. Vá hvað ég hlakka til að hitta hann eftir viku fjarveru.

Erum að fara að hitta kokkinn um helgina og klára endanlegan matseðil. Læt ykkur vita hvað þið fáið að borða fljótlega.

Jamm og þið fáu sem enn eigið eftir að láta okkur vita hvort þið komist eða ekki, endilega látið okkur vita, helst strax, svo við getum gengið frá matnum

Að lokum svona fyrir ykkur sem voruð orðnar stressaðar á brúðarkjól fyrir mí­na hönd ,þá fann ég draumakjólinn um daginn og er einnig búin að redda skóm, skartgripum, tösku, sjali, slöri, nærfötum svo ég er alveg tilbúin. Hrafnkell er einnig búinn að finna sér föt svo þetta er allt frágengið.