Enn á lífi

Halló, halló, halló!
Ég er enn á lífi og jafnvel enn meira á lífi en venjulega. Ég er búin að hafa nóg að gera síðustu vikurnar við flutninga(minn eigin og annara), lærdóm og félagslífið hefur sjaldan verið blómlegra. Nú er lífið orðið nákvæmlega eins og ég vil hafa það…en samt nóg til að hlakka til.

Við fluttum 1. september og það gekk bara nokkuð vel með hjálp góðra manna. Menn undruðust almennt hvernig við hefðum komið öllu þessu dóti fyrir í litla bílskúrnum(og þó skyldum við margt eftir). Mesta painið var að þrífa bílskúrinn, hann var ógeð, fullur af raka og viðbjóði…e-ð sem hafði farið algerlega fram hjá okkur því að við vorum samdauna viðbjóðnum *hroll*. Þurftum svo að þvo helminginn af fötunum okkar þegar við vorum flutt og henda slatta af drasli.
En nýja íbúðin stendur undir væntingum og er alveg eins og við viljum hafa hana, loksins höfum við pláss til að anda, hugsa OG bjóða fólki í heimsókn.

Á síðustu þremur vikum höfum við örugglega fengið fleiri gesti heldur en við fengum á þessum tveimur árum í bílskúrnum. Anna og Haval komu og gistu hjá okkur í 2 nætur þegar við vorum nýflutt inn. Eva kom svo til okkar og gisti í viku á meðan hún var að bíða eftir að fá íbúðina sína afhenta.
Síðasta laugardagskvöld héldum við svo innflutningspartý sem er líklegast stærsta partý sem við Óli höfum haldið í okkar húsakynnum. Lovely!

Það gengur ágætlega í skólanum enn sem komið er, er búin að skila einu verkefni af mér. En mér sýnist október ætla að verða einhver geðveiki, vona bara að ég komist í gegnum það allt á sómasamlegan hátt.

Ég gæti sagt ykkur fullt meira, en ég hreinlega nenni því ekki núna.
Bless í bili, verð vonandi duglegri við að skrifa á næstunni…