Monthly Archives: apríl 2007

Munnlegt próf 24

Það er naumast hvað maður getur aldrei komið neinu útúr sér þegar mest á ríður, svo eftir einn bjór á barnum þarf heila herdeild til að þagga niður í mér. Þartil ég heyri rök fyrir öðru verð ég að vera sammála Antoni um að best væri að deila [sic] bókmenntasögunni uppí tvo 2.5 eininga áfanga. […]

Óvænt heimsókn – sleggjudómar sem vænta mátti 7

Bankað var að dyrum hjá mér fyrr í dag og ég æddi til dyra með hugann hangandi útum annað eyrað. Ég rykki upp dyrunum og þar stendur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og kompaní. Mér varð orða vant. Ég gat ekki ímyndað mér erindið. Heimurinn verður fljótlega eðlilegur á ný þegar Ingibjörg kveðst vera að kynna framboðslista […]

Bók, grindardráp og dauði 2

Þessi vika er vika bókarinnar. Þá er kominn tími til að hafa áhyggjur af námsframvindu. Ef bókmenntaritgerðin er ekki kláruð fyrir fæðingardag Kiljans og Shakespeare (og dauðadags þess síðarnefnda), og próflesturinn ekki vel ríflega hálfnaður, þá er illt í efni. Hálfkaldhæðnislegur deadline. ~ Ég tefli einnig á tæpasta vaði í öðrum skilningi. Með dags millibili […]

Bush harmi sleginn vegna fjöldamorða 1

Einmitt.

Stór dagur 1

Elva og Stígur giftu sig við fallega athöfn í Fríkirkjunni í gær. Hljómsveitin Ménage à Trois sá svo um dinnertónlist í veislunni á Borginni og mun það hafa lukkast ágætlega þrátt fyrir litlar sem engar æfingar. Enda er það tríó sem segir sex … Í veislunni hitti ég margt gott fólk, þar á meðal fólk […]

Af sperðlingum og moggabloggi 9

Mér finnst ég alstaðar vera að rekast á umræður um pylsur/pulsur. Málið er mjög einfalt, sbr. Pylsa er upprunalegur ritháttur, en /pilsa/ er unglegur framburður. Hefðarinnar vegna er því tækast að skrifa pylsa en segja pulsa. ~ Annars mæli ég með moggabloggsíu Konráðs. Hún er einföld í uppsetningu og forðar notendum frá heilatæringu af völdum […]

Tilvitnun dagsins 6

„Hve undarlegt gangverk, […] hlýtur gangverk óskarinnar að vera, ef ég get óskað þess sem aldrei mun gerast.“ – Ludwig Wittgenstein, Bláa bókin.

Árnað heilla 10

Afmælisbarn dagsins er mademoiselle Hjördís Alda, heimsferðalangur og snillingur. Hún er tuttugu og eins árs í dag og er henni hérmeð árnað heilla á auðmjúkum síðum órum, í því tilfelli að smáskilaboðin hafi geigað einhversstaðar útyfir Atlantshafi. Sjálfur kanna ég hugarlendur Þórbergs um þessar mundir og á því fáar frístundir frá námi. Það er eins […]

Í Suðursveit 9

Helginni varði ég á Hala í Suðursveit. Það var ferð sem seint mun líða mér úr minni, enda ekki á hverjum degi sem sveitarómantík sameinast epísku fylleríi. Sérstaklega vil ég þakka starfsfólki Þórbergsseturs, fyrir að takast alltaf jafnvel upp við að draga fram bláa litinn í augum mér, svo og að sjálfsögðu honum Svavari, fyrir […]