Monthly Archives: september 2010

Heimilislegt 2

Dýrðardagur! Á tveim dögum hef ég eignast kaffivél, bolla, ruslafötu, þvottasnúru, kerti og bókasafnsskírteini. Mér finnst ég nánast ríkur orðinn. Þá lét ég í einhverju góðmennskukasti ginnast til að kaupa rós af sígaunakonu sem fær nú að drekka úr vatnsfylltri bjórflösku, rósin það er, ekki sígaunakonan. Gamli skipulags- og Ikeapervertinn í mér er víst kominn […]

Haustlauf 2

Það eru óhjákvæmileg viðbrigði að hugsa og tjá sig á þrem tungumálum á sama tíma. Stundum yfirhleðst hugurinn svo úr verður alveg stórfurðulegur en skemmtilegur hrærigrautur. Mest henti það mig í Svíþjóð þegar ég þurfti að þýða úr dönsku jafnóðum og ég talaði á minni sérstöku dólgasænsku, svo blandaðist þar við að Christian vinur minn […]

Dagbókarlífstíllinn danski 0

Þar kom að því, ég er farinn að nótera niður mannamót á dagatalið í tölvunni minni. Fyrrum nýlenduherrann vann stórsigur á hrokafulla eftirlendugosanum sem lyppaðist með skottið milli lappanna heim aftur fyrir sex vikum. Fundur í fyrramálið, matarboð um kvöldið, fyrirlestur á föstudag, ljóðahátíð um helgina, þrif á sameign á sunnudag. En ekki man ég […]

Stiklur úr ferðasögu I 0

Á leiðinni til Álaborgar frá Árósum keyrði lestin á eitthvað og tætti það svo í sundur undir hjólunum. Titringurinn og óhljóðin fundust óbærilega vel og ég grínaðist með að við hefðum keyrt yfir dádýr. Stuttu síðar var tilkynnt í hátalarakerfinu að við hefðum keyrt yfir dádýr. Álaborg virtist mér vera ágætispláss en hún er smámsaman […]

Lǫgðusk þeir þá í víking 0

Þá er ég farinn! Geri mitt besta til að láta ekki sjá mig á netinu næstu vikuna. Álaborg, Osló og svo ráðstefna í Bergvin. Þá Gautaborg og mögulega Lundur í framhjáhlaupi. Þetta verður ferðalag til að muna.

Áhugasömum skal bent á 0

Mæt kollega og vinkona úr íslenskunni, Ásta Kristín, bloggar nú frá Dyflinni og hefur þar með bæst í sístækkandi hóp alþjóðlegra stúdenta sem blogga. Nú erum við semsé orðin þrjú og aldrei að vita nema fleiri bætist í hópinn.

Enn meira úr daglega lífinu 0

Bankakortið fékk ég blessunarlega í hendurnar aftur í dag svo ég get haldið ótrauður til Álaborgar á morgun. Ég ákvað að verðlauna sjálfan mig þolinmæðina með feitum hamborgara við ána, en þeir kostuðu tæplega 3000 krónur svo ég hélt lengra inn í bæinn og fann Buffhús Jensens sem var örlítið ódýrara. Það er hægara sagt […]

Af hrakförum og ferðalögum 0

Seinheppni minni og klaufaskap er engin takmörk sett. Eftir ágætis göngutúr með Christian um fegurri hluta gettósins – gömlu Brabrand og umhverfis hið gullfallega Brabrandvatn – lá leið mín niður í bæ að næla mér í eitthvað til að nærast á. Ég hef komið mér upp þeim sið hérna þegar ég fer yfir fjölfarnar umferðargötur […]

Aðlögun í skugga óreiðu 3

Eyrarsundskollegíið á Amager er fyrir löngu alræmt meðal íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn. Þegar ég kom þangað fyrst í janúar á síðasta ári var þar íslendingapartí auk eins Færeyings sem fékk að fljóta með sökum skyldleika og kannski þess að Íslendingum þykja Færeyingar fyndnir. Það er stærsta kollegí í Kaupmannahöfn, ef ekki það stærsta í Danmörku. […]

O du, mein holder Abendstern 0

Wie Todesahnung Dämmrung deckt die Lande, umhüllt das Tal mit schwärzlichem Gewande; der Seele, die nach jenen Höhn verlangt, vor ihrem Flug durch Nacht und Grausen bangt. Da scheinest du, o lieblichster der Sterne, dein Sanftes Licht entsendest du der Ferne; die nächt’ge Dämmrung teilt dein lieber Strahl, und freundlich zeigst du den Weg aus […]