Tannleysi

Gærdagurinn var óvanalega tíðindamikill, af mánudegi að vera.  Börnin fóru í leikskóla og skóla líkt og vanalega, bóndinn í vinnuna og frúin í heilsubótargönguna.  Hún tók nokkrar myndir sem koma eftir augnablik inn á síðuna. Sá skapmikli var sæll og glaður að loknum leikskóla, hann lék meðal annars við vondu stelpuna sem frúin hefur ekki …

Flóamarkaðir og grasker

Á fimmtudag fór tíminn að skóla loknum að mestu í heimanám og búðarferð. Á föstudaginn byrjuðu fimleikarnir aftur hjá þeirri sveimhuga og þeirri snöggu og voru þær þokkalega sáttar við það.  Á meðan sú sveimhuga var í sínum tíma fórum við hin á bókasafnið með ameríkönunum, en eldri stelpan þeirra ætlar líka að vera í …

Daglega amstrið

Á mánudaginn fór lífið að færast í fastar vetrarskorður, allir út af heimilinu fyrir klukkan átta, systur í skólann og strákur á leikskólann, bóndinn í vinnu og frúin í heilsubótargöngu eftir að allir voru komnir á sinn stað. Sú sveimhuga nýtur þess að vera í skólanum, þýskan gengur sífellt betur og betur, skilur næstum því …

Upphaf skólagöngu

Þá rann upp afmælisdagur þeirrar sveimhuga, dumbungur og þokusuddi úti við, en hamingja uppi í rúmi þegar pakkar voru opnaðir.  Spenningur heimavið, sú snögga að byrja sinn fyrsta skóladag, sá skapmikli óþolinmóður eftir að komast í leikskólann og afmælisbarnið á leið í skólann með stafla af pönnsum. Sá skapmikli var einn í rúma klukkustund í …