Mánaðarskipt færslusafn fyrir: september 2009

Myndir úr göngutúr og tannleysi

Engið sem ég geng yfir á morgnanna - ver einni af dýrmætum friðarstundum dagsins í göngutúr.

Engið sem ég geng yfir á morgnanna - ver einni af dýrmætum friðarstundum dagsins í göngutúr.

Að enginu loknu tekur skógurinn við - fallegur í haustlitunum.

Að enginu loknu tekur skógurinn við - fallegur í haustlitunum.

Perutré sem ég ætla að taka myndir af með reglulegu millibili næstu mánuðina.

Perutré sem ég ætla að taka myndir af með reglulegu millibili næstu mánuðina.

Tannlausa mærin :)

Tannlausa mærin 🙂

Tannleysi

Gærdagurinn var óvanalega tíðindamikill, af mánudegi að vera.  Börnin fóru í leikskóla og skóla líkt og vanalega, bóndinn í vinnuna og frúin í heilsubótargönguna.  Hún tók nokkrar myndir sem koma eftir augnablik inn á síðuna.

Sá skapmikli var sæll og glaður að loknum leikskóla, hann lék meðal annars við vondu stelpuna sem frúin hefur ekki fengið nánari skýringu á, hvorki nafngiftinni né öðru.  Sú snögga kom gleiðbrosandi út úr skólanum – og tannfærri en fyrr um morguninn!  Loksins datt framtönnin sem hún hafið vandlega passað upp á að nota sem minnst undanfarið hálft ár svo hún dytti ekki.  Sú sveimhuga var glöð og sæl eftir þýskutímann sinn og þeirrar amerísku, þær eru tvær saman í einum tíma á viku núna í upphafi kennslu.

Eftir hádegið og lærdóm fóru krakkar út að leika sér við amerísku stelpurnar niðri á leikvelli.  Svolítilli stundu síðar fékk frúin tölvupóst frá amerísku frúnni um að sá skapmikli væri kominn í heimsókn þangað – einn.  Hann hafði labbað upp af leikvellinum, inn í réttan stigagang og bankað á réttar dyr, vel af sér vikið í óþekktinni!  Ég bað um að honum yrði hent út til stelpnanna aftur.

Seinna um daginn fékk frúin aftur tölvupóst frá þeirri amerísku, hún sagði að drengurinn hefði verið hinn prúðmannlegasti, gengið um, bent á hluti og sagt „was ist das?“ fengið svar á ensku og endurtekið það jafn óðum.  Eldri stelpan kom svo inn skömmu síðar og tók hann með sér út (hann sagðist að vísu hafa fengið ís, en það fylgdi ekki sögunni í póstinum).  Var hann hinn ánægðasti með afrek dagsins.

Í morgun þakkaði frúin svo sínu sælasta fyrir að Þjóðverjar skilji ekki íslensku, þegar sá skapmikli lýsti útliti ungrar konu í biðskýlinu hjá Penny á mjög hreinskilinn hátt.  Þegar hann var atyrtur fyrir orðalagið sagði hann bara endurtekið, „já, en hún er með stóra bumbu!“

Eftir hádegið fórum við í heimsókn til fyrrverandi nágrannans, þangað sem við förum svo í afmælisveislu um helgina.

Markverðast í dag var þó frétt um nýja frænku uppi á Íslandi.

Graskersmyndir

Eitt svona aðmírálsfiðrildi kemur gjarnan í heimsókn í garðinn okkar - stundum eru þau reyndar 2 eða 3.

Eitt svona aðmírálsfiðrildi kemur gjarnan í heimsókn í garðinn okkar - stundum eru þau reyndar 2 eða 3.

Svona voru flíkurnar merktar á krakka flóamarkaðnum, að vísu voru miðarnir mjög misjafnir eftir seljendum.

Svona voru flíkurnar merktar á krakka flóamarkaðnum, að vísu voru miðarnir mjög misjafnir eftir seljendum.

Séð yfir Gúlliver og fleiri ævintýrafígúrur, skreyttar graskeum.

Séð yfir Gúlliver og fleiri ævintýrafígúrur, skreyttar graskeum.

Bakhlið einnar hallar álmunnar, mjög flottur blómagarður þarna með gosbrunni í miðjunni.

Bakhlið einnar hallar álmunnar, mjög flottur blómagarður þarna með gosbrunni í miðjunni.

Skreyttur brunnur.

Skreyttur brunnur.

Sigurður og Fáfnir.

Sigurður og Fáfnir.

Lína og litli karl.

Lína og litli karl.

Á leiksvæði mátti leika í hálmi, krakkarnir fengu að vera berfætt en þeim skapmikla leist aldeilis ekki á svoleiðis subbuskap.

Á leiksvæði mátti leika í hálmi, krakkarnir fengu að vera berfætt en þeim skapmikla leist aldeilis ekki á svoleiðis subbuskap.

En þær systur skemmtu sér konunglega.

En þær systur skemmtu sér konunglega.

Að sjálfsögðu voru nokkur svæði þar sem hægt var að bleyta sig, froskarnir með gullboltana voru einn af þeim.

Að sjálfsögðu voru nokkur svæði þar sem hægt var að bleyta sig, froskarnir með gullboltana voru einn af þeim.

Flóamarkaðir og grasker

Á fimmtudag fór tíminn að skóla loknum að mestu í heimanám og búðarferð.

Á föstudaginn byrjuðu fimleikarnir aftur hjá þeirri sveimhuga og þeirri snöggu og voru þær þokkalega sáttar við það.  Á meðan sú sveimhuga var í sínum tíma fórum við hin á bókasafnið með ameríkönunum, en eldri stelpan þeirra ætlar líka að vera í fimleikum.

Á bókasafninu vorum við svo heppin að barnaleikrit var sýnt þar á meðan við heimsóttum það og fengu krakkarnir tannbursta í gjöf að lokum.

Eftir fimleikana fórum við að horfa á fótbolta, íslensk/þýsk/ameríski bekkjarfélagi þeirrar sveimhuga var að spila, ameríkanarnir komu líka og var þetta hin besta skemmtun.  Kvöldmaturinn var borðaður seint þennan daginn.

Í gær var stóri flóamarkaðs dagurinn hjá frúnni, í morgunsárið fór hún ein niður á „Festplatz“ og festi kaup á skautum á þá sveimhuga, hliðardiskum og forláta kistil fyrir prjónana (hann þarf að vísu að líma aðeins eftir meðferð þess skapmikla).  Eftir smá bakstur um hádegið fór hún á flóamarkað í næsta þorpi með íslensk/þýsku frúnni, þar var árlegur flóamarkaður tileinkaður börnum.  Frábærlega sniðug hugmynd, íþróttasalur þorpsins er notaður, föt eru skilmerkilega merkt og flokkað í stærðir, einnig eru leikföng, skófatnaður, bækur og annað það sem börn nota og vaxa upp úr.

Þegar fangið var orðið fullt var farið á afgreiðsluborð (eitt af 5) þar sem voru tvær konur, önnur las upp af merkimiðum og braut saman, hin skráði samviskusamlega niður í bók númer seljanda, flokk (fatnaður, leikföng etc.) og verð, reiknaði svo saman og rukkaði.  Þetta gekk algjörlega smurt og var alveg frábært, þarna fékk sá skapmikli kuldagalla fyrir veturinn, peysur og skyrtur og sú snögga skyrtu fyrir málningarvinnu í skólanum.  Hver flík á € 1 – 2,5, nema kuldagallinn kostaði € 6.-

Svo var bakað svolítið meira seinnipartinn og grillað um kvöldið.

Í dag fórum við í höllina í Ludwigsburg, okkur gafst að vísu ekki tími í þetta skiptið til að skoða höllina sjálfa, en í garðinum var hin árlega graskershátíð – þar er líka ævintýragarður og blómagarður, en við sáum að við þurfum annan dag til, ef við eigum að geta skoðað allt þarna.  Frábærlega skemmtilegt og áttuðum við hjónin okkur á því hvað við eigum eftir að lesa mörg Grimmsævintýrir fyrir börnin.  Það bíður víst eftir því að við komum aftur heim, þar sem bækurnar eru ofan í kassa á einhverju háalofti í Grafarvogi.

Myndir af amstri

Sá sveimhugi á heimleið - þegar krakkarnir eru sóttir bíða foreldrarnir úti og þau koma út til okkar.  Hann stækkaði um nokkur númer við þetta, drengurinn.

Sá skapmikli á heimleið - þegar krakkarnir eru sóttir bíða foreldrarnir úti og þau koma út til okkar. Hann stækkaði um nokkur númer við þetta, drengurinn.

Apar í búri við Echingen, sjá má þrjú stykki ef vel er leitað.

Apar í búri við Entringen, sjá má þrjú stykki ef vel er leitað.

Villisvín og krakkar.

Villisvín og krakkar.

Grísirnir voru óttaleg krútt.

Grísirnir voru óttaleg krútt.

Daglega amstrið

Á mánudaginn fór lífið að færast í fastar vetrarskorður, allir út af heimilinu fyrir klukkan átta, systur í skólann og strákur á leikskólann, bóndinn í vinnu og frúin í heilsubótargöngu eftir að allir voru komnir á sinn stað.

Sú sveimhuga nýtur þess að vera í skólanum, þýskan gengur sífellt betur og betur, skilur næstum því allt sem kennarinn segir og syngur ýmist á ensku eða þýsku einhver lög sem eru sungin í skólanum.

Sú snögga er svo sátt við skólann að henni líður eins og hún sé sjö ára, þetta gengur allt svo vel.  Í dag hrósaði kennarinn henni fyrir að vera ótrúlega dugleg í þýsku, skilja heilmikið og vera farin að tala svolítið líka.

Sá snöggi er voða glaður, á vinkonu sem röltir stundum með okkur heim, hún er fimm og fer ein heim um hádegið suma dagana.  Hann er aðeins farinn að leita til krakkanna, á foreldrafundi í dag var honum hrósað fyrir að vera opinn og glaðlyndur og allt gangi ljómandi vel hjá honum.

Í gær skruppum við til Entringen eftir að heimanámið var frágengið, þar er ofsalega skemmtilegur leikvöllur, algjört ævintýraland.  Skemmtilegast fannst þeim klifurgrind sem var eins og apabúr og fengu aparnir þokkalega útrás þar.  Við fundum líka slatta af kastaníuhnetum sem rötuðu heim í skál, smá haust skraut fyrir heimilið.

Í dag fórum við að skoða villisvínin við Bebenhausen, krakkarnir gáfu þeim gras og skemmtu sér konunglega, fórum þangað með Ameríkönunum sem höfðu ekki farið þangað áður.

Myndir frá Rínardal og Bonn

Gistiheimilið Stahleck Castle í Bacharach við ánna Rín.

Gistiheimilið Stahleck Castle í Bacharach við ána Rín.

Árrisulir íþróttamenn að æfa "bo jutsu"  í hallargarðinum.

Árrisulir íþróttamenn að æfa "bo jutsu" í hallargarðinum.

Kletturinn hennar Loreley, en hún var ekki við þennan morguninn og heyrðist ekki heldur neitt frá henni.

Kletturinn hennar Loreley, hún var ekki við þennan morguninn og heyrðist ekki heldur neitt frá henni.

Fjögura vatna sýnin við Boppard, rétt glittir í ána á fjórum stöðum ef vel er að gáð.

Fjögura vatna sýnin við Boppard, rétt glittir í ána á fjórum stöðum ef vel er að gáð.

Á leiðinni niður í stólalyftunni, í næsta stól fyrir neðan situr frúin með þann skapmikla í fanginu og þá sveimhuga við hlið sér, lyftan fer upp um 400 metra eða svo.

Á leiðinni niður í stólalyftunni, í næsta stól fyrir neðan situr frúin með þann skapmikla í fanginu og þá sveimhuga við hlið sér, lyftan fer upp um 400 metra eða svo.

Deutsches Eck í Koblenz, Mósel áin kemur vinstramegin niður og rennur inn í Rín, skuggi af Vilhjálmi I á stéttinni.

Deutsches Eck í Koblenz, Mósel áin kemur vinstramegin niður og rennur inn í Rín, skuggi af Vilhjálmi I á stéttinni.

Krakkar í handknúnu parísarhjóli á miðaldahátíðinni í Koblenz.

Krakkar í handknúnu parísarhjóli á miðaldahátíðinni í Koblenz.

Á þessum Imbiss voru myndir af Max og Moritz málaðar, en við getum samt ekki fundið neina tengingu við bæinn að öðru leiti.

Á þessum Imbiss voru myndir af Max og Moritz málaðar, við getum samt ekki fundið neina tengingu við bæinn að öðru leiti.

Óknyttastrákurinn Schängel frussar á fólk sem stendur við brunninn hans við gamlan Jesúíta háskóla sem hýsir nú borgarskrifstofur Koblenz.

Óknyttastrákurinn Schängel frussar á fólk sem stendur við brunninn hans við gamlan Jesúíta háskóla sem hýsir nú borgarskrifstofur Koblenz.

Minnisvarði í Koblenz um þá sem hurfu, voru ofsóttir og myrtir á tímum nasistastjórnarinnar.

Minnisvarði í Koblenz um þá sem hurfu, voru ofsóttir og myrtir á tímum nasistastjórnarinnar.

Nýjar vinkonur í Bonn, sveittir krakkar búin að hamast á leikvelli.

Nýjar vinkonur í Bonn, sveittir krakkar búin að hamast á leikvelli.

Rínardalurinn og Bonn

Á föstudaginn var sá skapmikli einn í þrjá tíma á leikskólanum, sú snögga í fjóra tíma í skólanum og sú sveimhuga í tæpa 5 – allir komu sáttir og sælir heim og fóru að undirbúa ferð í Rínardalinn.

Þegar bóndinn kom heim var öllu sem til þurfti skóflað í bílinn og ekið til Bacharach þar sem búið var að panta gistinu á farfuglaheimili í kastala.  Á leiðinni þangað var umferðin treg, mikið um Stau og flugu Stau brandarar á milli hjónanna eins og „þetta er nú alveg Stauandi skemmtilegt“ og „einbeittur Stauvilji“ og svo framvegis.  En að lokum komumst við í kastalann sem stóðst algjörlega allar væntingar.  Krakkarnir hlupu og léku sér um hallargarðinn fram eftir kvöldi, við fengum kvöldmat og ís og allir voru mjög sáttir.

Við fengum fjölskylduherbergi uppi á þriðju (eða annarri eins og það er kallað) hæð, með þremur kojusettum og einu stöku rúmi.  Krakkarnir stukku öll á efrikojur og sú snögga var súr með að þurfa að sofa alein í sínu rúmi.  Frúin var nú ekki alveg örugg með að hafa þann skapmikla fyrir ofan sig og svaf laust alla nóttina, sem gekk slysalaus.

Um morgunin vaknaði hún við einhverjar skrítnar barsmíðar sem virtust koma að utan, þar voru hvítklæddir bardagaíþróttamenn og konur að æfa sig með kústsköft (eða þannig litu prikin út) og hafði æfingin greinilega byrjað klukkan 7!

Eftir morgunmat og frágang á herberginu var ekið af stað í norður eftir Rínardalnum í átt til Bonn.  Bacharach er fallegur bær á vesturbakkanum og eftir þeim bakka ókum við.  Þorpin voru hvert öðru fallegra og allar hlíðar þaktar vínþrúgum.  Fyrsta stopp var við klettinn Loreley – hún var ekki við akkúrat á þeirri stundu, enda líklegast ekki nógu mikil þoka fyrir hana.  Þar keyptum við okkur fína bók sem leiddi okkur svo upp dalinn með frábærum sögum – bæði þjóð- og sönnum sögum.

Þarna voru bæði kattar og músar kastalar, kastalar óvina bræðra (þjóðsaga), hlíðin þar sem Sigurður vó drekann Fáfni í Drachenfels auk fjallanna sjö og skóganna sjö þar sem dvergarnir sjö bjuggu.

Í Boppard stoppuðum við og fórum með stólalyftu upp að Fjögurravatnasýn (Vierseenblick) þar sem hlykkurinn á Rín er hvað mestur og áin lítur út eins og fjögur aðskilin vötn.  Ferðin upp í lyftunni var þess eðlis að við sórum þess að fara aldrei aftur upp í svona kláfi með krakkana – alla vega ekki fyrr en þau hafa stækkað heilmikið!  Þar hittum við nokkra Íslendinga á ferðalagi.

Áfram var haldið til Koblenz þar sem Mósel rennur út í Rín, við fórum að Deutsche Eck þar sem árnar mætast, sáum nokkur minnismerki um styrjaldir og sameiningu Þýskalands, fallegar kirkjur og skemmtilega gosbrunna.  Einnig lentum við inni á miðaldahátíð sem var mjög skemmtilegt.

Stoppið í Koblenz varð lengra en við höfðum ætlað okkur, svo við ókum beina leið þaðan til Bonn þar sem gömul skólasystir beið okkar ásamt dætrum sínum, bóndi hennar (sem er líka gamall skólabróðir) var heima á Íslandi að vinna.  Þar var spjallað langt fram eftir kvöldi, dýrindis kvöldmatur snæddur og krakkar léku sér.

Í morgun fór hersingin niður í garð einn mikinn á bökkum Rínar þar sem stór leikvöllur var heimsóttur áður en við ókum aftur sem leið lá heim til Tübingen.

Hugmyndin er að geyma Köln fram að afmæli bóndans eða eitthvað álíka og finna gistiheimili í helgarferð þangað síðar.

17. sept myndir

Loksins 9! Með nýja myndavél fyrir framan sig.

Loksins 9! Með nýja myndavél fyrir framan sig.

Á leið í skólann.

Á leið í skólann.

Sú snögga signd.

Sú snögga signd.

Fyrir utan kirkjuna, grísk, amerísk og íslensk.

Fyrir utan kirkjuna, grísk, amerísk og íslensk.

Gengið inn í marseringargöngin hjá systur sinni.

Gengið inn í marseringargöngin hjá systur sinni.

Bekkurinn að loknum skóladegi, 19 stelpur og 7 strákar ásamt kennara.

Bekkurinn að loknum skóladegi, 19 stelpur og 7 strákar ásamt kennara.

Upphaf skólagöngu

Þá rann upp afmælisdagur þeirrar sveimhuga, dumbungur og þokusuddi úti við, en hamingja uppi í rúmi þegar pakkar voru opnaðir.  Spenningur heimavið, sú snögga að byrja sinn fyrsta skóladag, sá skapmikli óþolinmóður eftir að komast í leikskólann og afmælisbarnið á leið í skólann með stafla af pönnsum.

Sá skapmikli var einn í rúma klukkustund í leikskólanum svo frúin komst í messuna sem markaði upphaf skólagöngu þeirrar snöggu.  Þar voru sagðar dæmisögur, lesið um börnin sem komu til Jesú og inn í himnaríkið, skólabörnin signd og blessuð og fariðvorið sagt í sameiningu (tegnsl ríkis og kirkju hvað?!).

Úr kirkjunni var gengið í skrúðgöngu niður að skóla og sagði sú snögga að þetta væri bara næstum eins og á 17. júní, það væri einmitt stundum rigning þá! (Enda hitinn eins og á góðum júnídegi, 16 stig).   Við skólann biðu 2. og 3. bekkingar og mynduðu marseringargöng sem nýju skólabörnin fóru í gegnum.

Í hátíðarsalnum biður 4. bekkingarnir og skólastjórinn, hún las sögu og nemendurnir fóru með stutt leikrit.  Eftir það fóru 1. bekkingar inn í stofu með kennaranum og foreldrar biðu fyrir framan, nutu veitinga og spjölluðu.  Frúin skaust og sóttir þann skapmikla og spjallaði svo við amerísku foreldrana og þá grísku sem bjuggu í New York í september 2001 og heyrði áhrifamikla sögu frá 11. þess mánaðar.

Þegar skóla lauk hjá þeirri snöggu var farið heim og Schültute var opnuð þegar sú sveimhuga kom heim, svo var heimanám og búðarferð og endað á fer á uppáhalds veitingastaðinn, Bella Roma.

Bóndinn var spurður í dag hvort sú sveimhuga væri mótmælenda- eða kaþólskrar trúar, þar sem trúarbragðafræðin hófst í dag.  Spurningin var ekki hvort hún væri trúuð, heldur hvorrar trúar!  Hún er annars ákaflega ánægð með skólann og einnig sá skapmikli með sinn leikskóla.