Forsmekkur föstunnar

Vikan hefur liðið mjög hratt, hér hefur verið horft á handbolta, leikið úti í snjónum og við fengum gesti á miðvikudaginn sem stytta alltaf vikurnar þegar þau koma. Heimanámið hjá stelpunum hefur gengið vel og sá skapmikli verið sáttur í leikskólanum þessa viku, enda búinn að eignast nýjan vin sem er jafn gamall honum, einungis …

Snjór

Þema þessarar viku var semsagt snjór, á föstudaginn fyrir rúmri viku fór að snjóa og það snjóaði næstum því daglega alla vikuna og nutum við góðs af því.  Kunnugir vilja meina að hér hafi verið meiri snjór þessa vikuna en elstu menn muna.  Kannski muna elstu menn ekki neitt ofsalega margt. Á mánudaginn var farið …

Köln

Þá er fyrstu ferð þessa árs lokið, á mánudaginn fórum við í Sirkus í Stuttgart, þar var Heimsjólasirkus (árlegt) sem var algjörlega þess virði að sjá – nema hvað viðkvæmir áttu svolítið erfitt með eitt eða tvö atriðanna.  Eftir að heim var komið fór bóndinn og keypti vetrardekk undir bílinn og jólatréð fór aftur út …

Gleðilegt ár

og takk fyrir það gamla, vinir nær og fjær. Heldur hefur árið farið rólega af stað – eins og 2009 endaði, í eindæma rólegheitum og afslöppun! Síðasta vika  var með eindæmum róleg, hér var horft á sjónvarp, spilað Wii og margt fleira, lesið og púslað.  Þann 30. voru steiktar kleinur og skroppið á bíla- og …