Mánaðarskipt færslusafn fyrir: janúar 2010

Fasching myndir

Alltaf gaman að kubba!

Alltaf gaman að kubba!

Nýklipptur og fínn - gott að kúlan á enninu sést ekki :)

Nýklipptur og fínn - gott að kúlan á enninu sést ekki 🙂

Súla með jólatré reist við ráðhúsið - við vitum ekki hver tilgangur hennar er, en það þurfti miklar tilfæringar til að koma henni upp.

Súla með jólatré reist við ráðhúsið - við vitum ekki hver tilgangur hennar er, en það þurfti miklar tilfæringar til að koma henni upp.

Sumir áhorfendanna voru líka skreyttir.

Sumir áhorfendanna voru líka skreyttir.

Grímurnar eru úr tré og örugglega ekki mikil léttavara!

Grímurnar eru úr tré og örugglega ekki mikil léttavara!

Sumar nornanna voru dálítið Grílulegar.

Sumar nornanna voru dálítið Grílulegar.

Unglingsstúlka gripin á bakið og færð til - að sjálfsögðu öskrandi!

Unglingsstúlka gripin á bakið og færð til - að sjálfsögðu öskrandi!

Þetta krútt snýtti sér hressilega og þurrkaði svo þeirri snöggu um andlitið!

Þetta krútt snýtti sér hressilega og þurrkaði svo þeirri snöggu um andlitið!

Mörgum búninganna fylgdu bjöllur, misstórar og hávaðinn eftir því.

Mörgum búninganna fylgdu bjöllur, misstórar og hávaðinn eftir því.

Maðurinn við hliðina á okkur fær "smá" lit í kinnarnar.

Maðurinn við hliðina á okkur fær "smá" lit í kinnarnar.

Fígúrurnar voru svolítið misárennilegar.

Fígúrurnar voru svolítið misárennilegar.

Annar unglingur gripinn af úlfi.

Annar unglingur gripinn af úlfi.

Þessi káti karl vildi endilega láta taka mynd af sér með krökkunum.

Þessi káti karl vildi endilega láta taka mynd af sér með krökkunum.

Þarna var farið að snjóa alveg svakalega mikið, en þessi trjámenni voru afskaplega flott.

Þarna var farið að snjóa alveg svakalega mikið, en þessi trjámenni voru afskaplega flott.

Þessi geithafur potaði í bóndann með prikinu sínu.

Þessi geithafur potaði í bóndann með prikinu sínu.

Þessi var greinilega búinn að vera að í mörg ár, teigjurnar á stafnum hans bera þess merki, en teigjur eru teknar um leið og kvenpeningur af öllum stærðum er knúsaður og þeim er ekki skilað aftur!

Þessi var greinilega búinn að vera að í mörg ár, teigjurnar á stafnum hans bera þess merki, en teigjur eru teknar um leið og kvenpeningur af öllum stærðum er knúsaður og teigjunum er ekki skilað aftur!

Karlkynsóvættir.

Karlkynsóvættir.

Smá Tinnabókafílingur í gangi hér - hálfgerðir Pikkarónar.

Smá Tinnabókafílingur í gangi hér - hálfgerðir Pikkarónar.

Nokkur dýr voru líka á ferli, þetta voru stórar rottur!

Nokkur dýr voru líka á ferli, þetta voru stórar rottur!

Fyrst kom einn og vildi láta taka mynd af sér, svo bættist annar við og loks sá þriðji.

Fyrst kom einn og vildi láta taka mynd af sér, svo bættist annar við og loks sá þriðji.

Þetta verður að duga sem sýnishorn af þeim tæplega 300 myndum sem teknar voru af þessari skrúðgöngu!

Forsmekkur föstunnar

Vikan hefur liðið mjög hratt, hér hefur verið horft á handbolta, leikið úti í snjónum og við fengum gesti á miðvikudaginn sem stytta alltaf vikurnar þegar þau koma.

Heimanámið hjá stelpunum hefur gengið vel og sá skapmikli verið sáttur í leikskólanum þessa viku, enda búinn að eignast nýjan vin sem er jafn gamall honum, einungis sex dagar á milli þeirra.

Sú sveimhuga fór í afmæli á laugardaginn, það fyrsta sem hún hefur farið í hér í landi og skemmti sér konunglega.  Þau voru úti að leika í snjónum og hún fékk helling af nammi.

Hér var líka pússlað mikið og þrívíddarpúsl af Nemó og Dóru kláraðist, kvenpeningurinn eyddi miklum tíma í það.

Sá skapmikli var klipptur í vikunni og hárið á systrunum snyrt.

Hér hefur snjóað heil lifandi skelfingar ósköp og virðist ekkert lát þar á, spáin segir snjókomu í kortunum daglega næstu tvær vikurnar!  Ekkert bólar á vorinu, þó forskot sé tekið á föstuna og „Fasching“ farið í gang.

Í dag, sunnudag, fórum við niður í bæ til að kíkja á hvað þetta Fasching væri hér í borg og urðum vitni að tveggja tíma langri skrúðgöngu, 79 félagasamtök, hvert með allt að 4 mismunandi búninga, gengu framhjá okkur.

Ungmenni voru þrifin upp, fólk litað í framan, húfur teknar, hárteigjur gufuðu upp, öskrað á fólk, „confetti“ pappírsrusli dreift yfir fólk og nammi gefið.  Stórkostleg skemmtun fyrir fólk á öllum aldri, þó sumir væru ekki alveg vissir um skemmtanagildið til að byrja með, þá kom það allt eftir því sem vasarnir bólgnuðu út af gotteríi.

Barátta vorsins við veturinn gekk ekki sem skyldi, það var hundslappadrífa hluta tímans sem við vorum niðri í bæ og handboltaleikurinn laut í lægra haldi fyrir þessari skemmtan.

Stefnan er sett á fleiri svona hátíðir áður en yfir líkur og jafnvel að draga fleiri með okkur á þær.

Nú er farið að telja niður í fyrstu heimsókn frá Íslandi á þessu ári, tæpar tvær vikur í eitt sett af ömmu og afa og mikil tilhlökkun yfir því – sá skapmikli spyr reglulega, „eru þau komin?“

Á heimleið úr leikskólanum í vikunni tilkynnti hann að hann vill bara fá „vondar“ gjafir og helst eiga allir í fjölskyldunni að vilja það líka.  Vondar gjafir eru víst risaeðlur, ljón, riddarar og annar óþjóðalýður!

Sú sveimhuga missti eina tönn fyrir rúmri viku, eldhress með það og vill helst missa fleiri, enda munar sorglega litlu á því hvað þær systur hafa misst margar tennur.

Sú snögga var hissa á því í vikunni að mamma sín gæti hlaupið næstum því jafn hratt og hún sjálf!  Dregur svo bróður sinn eins og herforingi á þotu heimleiðis úr leikskólanum, alla vega svona 50 metra eða svo – vill eftir það  gjarnan sitja hjá bróðurnum á meðan frúin dregur þau bæði það sem eftir er af sleðafæri.

Snjókristallar – myndir

1. þáttur, Mr. Bean fer með bangsan til dýralæknis.

1. þáttur, Mr. Bean fer með bangsann til dýralæknis.

Áhorfendur fylgjast greinilega spenntir með :)

Áhorfendur fylgjast greinilega spenntir með 🙂

Grein við innkeyrsluna okkar - þetta er ekki rósarrunni!

Grein við innkeyrsluna okkar - þetta er ekki rósarrunni!

Hér aðeins ofar í götunni.

Hér aðeins ofar í götunni.

Heslihnetuvegur, upp við skóginn.

Kastaníuhnetuvegur, upp við skóginn.

Grein á eplatré.

Grein á eplatré.

Heimanám í vinnslu, sú snögga er á seinni hliðinni í stærðfræðinni, þýskan búin.  Sú sveimhuga vinnur bæði upp úr bók og af ljósritum í stærðfræði, mikið af orðadæmum.

Heimanám í vinnslu, sú snögga er á seinni hliðinni í stærðfræðinni, þýskan búin. Sú sveimhuga vinnur bæði upp úr bók og af ljósritum í stærðfræði, mikið af orðadæmum.

Á meðan systur læra þarf að dunda sér - gott að slaka á í hjólasætinu undir borði.

Á meðan systur læra þarf að dunda sér - gott að slaka á í hjólasætinu undir borði.

Ýmislegt hægt að gera við svona kofa á leikvelli.

Ýmislegt hægt að gera við svona kofa á leikvelli.

Systur í skógarævintýri - skriðið yfir trjábol í pollabuxum og snjó getur verið háskaför!

Systur í skógarævintýri - skriðið yfir trjábol í pollabuxum og snjó, það getur verið háskaför!

Gott að hafa göngustaf í skógarferðum.

Gott að hafa göngustaf í skógarferðum.

Bóndinn farinn og kominn

Vikan leið hratt, á mánudagskvöldið var haldin hér leiksýning, Mr. Bean sýndur, tveir leikendur, þrír þættir – ákaflega fyndið og kjánalegt eins og Mr. Bean á að vera.  🙂

Á þriðjudaginn fór sú sveimhuga í leikfimitíma eftir skóla og sá skapmikli líka, það er boðið upp á íþróttir í sal skólans eftir að honum líkur.  Sú sveimhuga kemst að í sínum hópi en hópur þess skapmikla er fullur svo við prófum annan tíma á mánudaginn.  Þá ætlar sú snögga líka að prófa.  Frúin skrapp líka í litlu Ameríku með fyrrverandi nágrannanum, barnlausar og alles – ekki leiðinlegt það!

Á miðvikudaginn var ótrúlega fallegt um að litast, um nóttina hafði greinilega snögg kólnað eftir svolitla bleytu svo trén voru þakin ískristöllum, alveg stórkostlegt að sjá!

Á fimmtudegi skrapp bóndinn í vinnuferð til Prag, börnum fannst svolítið erfitt að hann þurfti að fara, sá skapmikli hefur verið frekar ósáttur við leikskólann þessa vikuna og brottför pabbans bætti ekki úr með það.  Hann vildi fara heim til ömmu og afa Gumma og eiga heima þar en ekki hér, ekki alltaf í Tübingen.

Það lyftist brúnin á börnunum þegar þeim var sagt að amma og afi kæmu í heimsókn eftir 3 vikur og myndu stoppa í 10 daga.  Þeirri sveimhuga finnst það stuttur tími, sú snögga sagði að það væri jafn mikið og þegar við vorum á Íslandi og það var svolítið langt.  Sá snöggi vill að þau verði alltaf hér.

Á föstudaginn voru fimleikar hjá systrum og sund á eftir.

Á laugardegi var heimanámið klárað, púslað og skipst á púslum við Ameríkanana – gott að fá nýtt til að fást við.  Svo var bóndinn sóttur um kvöldmatarleitið og allir voða glaðir að fá hann heim.

Á sunnudegi fórum við í smá göngutúr um hverfið, stoppuðum á tveimur leikvöllum, sáum hænur og systur fóru í smá skógarævintýri.

Snjómyndir

Strá nágrannans eru falleg í snjónum.

Strá nágrannans eru falleg í snjónum.

Jólatréð góða úti í snjónum.

Jólatréð góða úti í snjónum.

Lært og perlað, mikið vandaverk á öllum vígstöðvum.

Lært og perlað, mikið vandaverk á öllum vígstöðvum.

Sú snögga og Hektor fylgjast með þeirri sveimhuga og þeim skapmikla renna sér saman á snjóþotunni.  Sú sveimhuga liggur undir þeim skapmikla.

Sú snögga og Hektor fylgjast með þeirri sveimhuga og þeim skapmikla renna sér saman á snjóþotunni. Sú sveimhuga liggur undir þeim skapmikla.

Svona er gaman í snjónum.

Svona er gaman í snjónum.

Í stóru brekkunni var gerður stökkpallur sem virkaði rosalega vel!

Í stóru brekkunni var gerður stökkpallur sem virkaði rosalega vel!

Horft aðdáunar - eða óttablöndnum augum á stökkin!

Horft aðdáunar - eða óttablöndnum augum á stökkin!

Nýi sleðinn í amerískri prufuferð - unnið að snjókarlagerð fyrir aftan.

Nýi sleðinn í amerískri prufuferð - unnið að snjókarlagerð fyrir aftan.

Snjókarlagerðarkona frá Ameríkunni.

Snjókarlagerðarkona frá Ameríkunni.

Og snjókarlagerðarmaður.

Og snjókarlagerðarmaður.

Sleðin rúmar þrjú börn!

Sleðin rúmar þrjú börn!

Fyrrverandi nágranninn með sinn yngsta í frumraun snjóþotuferðar - barnapían sveimhuga við störf.

Fyrrverandi nágranninn með sinn yngsta í frumraun snjóþotuferðar - barnapían sveimhuga við störf.

Ferðin upp reynist oft löng - sá skapmikli heppinn í þessari ferð, situr á sleðanum hjá bóndanum

Ferðin upp reynist oft löng - sá skapmikli heppinn í þessari ferð, situr á sleðanum hjá bóndanum

Snjór

Þema þessarar viku var semsagt snjór, á föstudaginn fyrir rúmri viku fór að snjóa og það snjóaði næstum því daglega alla vikuna og nutum við góðs af því.  Kunnugir vilja meina að hér hafi verið meiri snjór þessa vikuna en elstu menn muna.  Kannski muna elstu menn ekki neitt ofsalega margt.

Á mánudaginn var farið í sleðaleit, frúin vildi endilega kaupa viðarsleða sem væri góður í alls konar færi og eru afskaplega vinsælir hérlendis – reyndar svo vinsælir að þeir voru uppseldir í öllum búðum í Tübingen og Reutlingen, sem við komumst í – og á netinu!  Reyndar átti að koma sending í Toys’R’us á þriðjudeginum.

Svo að á þriðjudeginum var rokið þangað og einum af síðasta sleðanum náð.  Á miðvikudegi var leikið með Ameríkönunum í stóru brekkunni, einnig á fimmtudeginum og þá slóst fyrrverandi nágranninn með stærri strákana í hópinn.

Á föstudeginum byrjuðu fimleikar aftur og að þeim loknum var krakkabíó í skólanum, Nemo var í boði og var það svaka mikið fjör.

Á laugardaginn var kom fyrrverandi nágranninn aftur með alla fjölskylduna og hersingin fór ásamt okkur í stóru brekkuna og svo heim í kvöldmat hér.

Á sunnudaginn var afslöppun og nákvæmlega ekkert gert allan daginn!  Það kom hláka og snjórinn fór að hverfa.

Alla vikuna fylgdumst við með fuglunum sem komu í fóðurleit til okkar, við hengdum fuglafóður á reyninn hér fyrir utan sem þeir gæddu sér á.

Flestir voru sáttir við að fara aftur í rútínuna sína, þeim skapmikla fannst að vísu ótrúlega margir þessir leikskóladagar – svona í hlutfalli við nammidagana.

Páskaferðalagið var ákveðið í vikunni – París, bóndinn er á leið til Prag á fimmtudag og við farin að taka við bókunum fyrir sumarið og vorið. 😉

Í dag, mánudag, var sund hjá þeirri sveimhuga, sú snögga æfði sig á flautu og sá skapmikli vill fá meiri snjó.

Kölnarmyndir

Slegist um leifar - ákafinn svo mikill að húfan var ekki tekin niður við matarborðið!

Slegist um leifar - ákafinn svo mikill að húfan var ekki tekin niður við matarborðið!

Ísinn kominn á borðið.

Ísinn kominn á borðið.

Alveg að verða árinu eldri.

Alveg að verða árinu eldri.

Dómkirkjan í Köln, það er ekki hægt að fara nógu langt frá henni til að ná henni vel inn á mynd, alla vega ekki á mína myndavél.

Dómkirkjan í Köln, það er ekki hægt að fara nógu langt frá henni til að ná henni vel inn á mynd, alla vega ekki á mína myndavél.

Kominn með Kölnarvatnið góða, í búinn i var vaskur sem í rann stöðugt Kölnarvatn - þið getið ímyndað ykkur ilminn þar inni!

Kominn með Kölnarvatnið góða, í búðinni var vaskur sem í rann stöðugt Kölnarvatn - þið getið ímyndað ykkur ilminn þar inni!

Stærsta bjallan í Dómkirkjuturninum, svo voru þarna 8 minni bjöllur.

Stærsta bjallan í Dómkirkjuturninum, svo voru þarna 8 minni bjöllur.

Séð afturfyrir kirkjuna, út yfir Rín og fræga brú þar yfir sem var sprengd upp í seinna stríði, til frægar myndir af þessari brú og kirkjunni.

Séð afturfyrir kirkjuna, út yfir Rín og fræga brú þar yfir sem var sprengd upp í seinna stríði, til frægar myndir af þessari brú og kirkjunni.

Eins og til dæmis þessi.

Eins og til dæmis þessi.

Horft upp eftir spírunni - alls staðar krúsidúllur og steinblóm.

Horft upp eftir spírunni - alls staðar krúsidúllur og steinblóm.

Hinn turninn - þeir eru eins.

Hinn turninn - þeir eru eins.

Skraut yfir aðalinngangi - alls staðar mannsmyndir.

Skraut yfir aðalinngangi - alls staðar mannsmyndir.

Hliðarmynd - bóndinn og dæturnar framarlega til vinstri - ekki nóg pláss á torginu til að ná allri kirkjunni.

Hliðarmynd - bóndinn og dæturnar framarlega til vinstri - ekki nóg pláss á torginu til að ná allri kirkjunni.

Á degi Vitringanna þriggja, 6. janúar, ganga kongungsklædd börn á milli verslana, syngja og safna peningum til góðgerðarmála.

Á degi Vitringanna þriggja, 6. janúar, ganga kongungsklædd börn á milli verslana, syngja og safna peningum til góðgerðarmála.

Feðgar fyrir framan sinnepssafnið og búðina.

Feðgar fyrir framan sinnepssafnið og búðina.

Fjöllin sjö, á bak við hver dvergarnir sjö búa líklegast enn - þetta eru að vísu bara 3-4 þeirra, enn og aftur ræður myndavélin ekki við svona stærðir.

Fjöllin sjö, á bak við hver dvergarnir sjö búa líklegast enn - þetta eru að vísu bara 3-4 þeirra, enn og aftur ræður myndavélin ekki við svona stærðir.

Dómkirkjan í Mainz - bakhliðin, það er byggt svo að segja allt í kringum kirkjuna svo þetta er eini staðurinn þar sem sést vel í hana.

Dómkirkjan í Mainz - bakhliðin, það er byggt svo að segja allt í kringum kirkjuna svo þetta er eini staðurinn þar sem sést vel í hana.

Svona lítur kirkjan út - allar merkingar við hana voru á blindraletri, sem og hefðbundnu.

Svona lítur kirkjan út - allar merkingar við hana voru á blindraletri, sem og hefðbundnu.

Á bak við þá snöggu má sjá hluta af Gutenberg safninu, það var einnig í næstu húsum til vinstri.

Á bak við þá snöggu má sjá hluta af Gutenberg safninu, það var einnig í næstu húsum til vinstri.

Köln

Þá er fyrstu ferð þessa árs lokið, á mánudaginn fórum við í Sirkus í Stuttgart, þar var Heimsjólasirkus (árlegt) sem var algjörlega þess virði að sjá – nema hvað viðkvæmir áttu svolítið erfitt með eitt eða tvö atriðanna.  Eftir að heim var komið fór bóndinn og keypti vetrardekk undir bílinn og jólatréð fór aftur út á pall.

Á þriðjudagsmorguninn skrapp frúin í búð og keypti ryksugu og sagði köngulóm stríð á hendur – það hefur ekki unnist.

Rétt fyrir hádegið var svo lagt  í’ann, ekið sem leið lá beint norður til Kölnar, eða hérumbil, farfuglaheimilið sem við gistum á var í Hürth (eða fuglahúsið eins og einn fjölskyldumeðlimurinn vill endilega kalla það).  Eftir að hafa komið okkur fyrir fórum við út í snjókast og svo inn í Köln, röltum um Hiroshima-Nagasaki garðinn við Japanska menningarsetrið og leituðum svo að veitingastað.  Sú leit tók lengri tíma en við höfðum ætlað okkur, svo að sumir voru orðnir glorhungraðir þegar þangað var komið og slegist var um leifar þess skapmikla!  Krakkarnir voru svo dugleg að þau voru verðlaunuð með ís – úr vasa vertsins 🙂

Á miðvikudegi var stóri Kölnardagurinn og afmæli bóndans, við vorum komin að Dómkirkjunni fyrir klukkan 10 – þá var messa í gangi og ekki hægt að fara inn að bekkjum, hvað þá altari, en þar fyrir framan var þó hægt að skoða ýmislegt og sjá gluggana.  Við ákváðum þá að koma aftur seinna og skoða kirkjuna og ganga þess í stað að staðnum þaðan sem Kölnarvatnið er upprunnið, afmælisbarnið keypti sér ilm að hætti aldraðra og gladdist mjög.

Eftir einfaldan hádegisverð í 140 ára gömlu lestarstöðinni fórum við upp í annan turna kirkjunna, það eru ekki nema um 530 tröppur þangað upp!  Sú snögga skokkaði þetta létt á undan hinum og spurði hvað við hefðum verið að hangsa þegar við hittum hana aftur rauð og blá af mæði, másandi og blásandi.  Þá voru nokkrir stigar eftir upp á útsýnispallin og hún tilkynnti okkur kát að lappirnar hennar væru sko ekkert þreyttar því hún væri búin að bíða svo lengi eftir okkur.  Sá skapmikli gafst hins vegar upp eftir svona 25 tröppur og fór þægilegri leið upp megnið af restinni.

Útsýnið úr turninum var ægifagurt, þó skýjað væri og lofthræðsla farin að gera örlítið vart við sig, sérstaklega hjá stærsta fólkinu.  Erfitt var að ímynda sér hvernig aðstæður steinsmiðanna hefðu verið þessi rúmu 600  ár sem það tók að byggja kirkjunna – og þeirra sem staðið hafa í viðhaldi síðan!

Enn var messa í gangi svo við fórum í dýrgripasafnið, sem var geymt í 7 sölum undir kirkjunni og var þar margt fagurra muna.  Við röltum svo í súkkulaðisafn borgarinnar, þar er svissneski súkkulaðiframleiðandi Lindt  með aðstöðu, við fræddumst um kakóbaunir, framleiðslu þeirra og þroska, smökkuðum súkkulaði og sáum framleiðsluband.  Keyptum svo örlítið súkkulaði til að taka með heim (og það er enn svolítið til af því!).

Gengt súkkulaðisafninu var sinnepssafn, þangað fórum við – eða inn í búðina, bóndinn fékk að smakka alls konar sinnep og gekk út einni krukkunni ríkari (sem fer í safn með hinum sinnepunum heimavið, þar með talið súkkulaðisinnepinu).

Þar sem við gengum í áttina að bílnum fór sá snöggi að kvarta undan því að geta ekki talað – hann endaði með því að skila hádegismatnum á götuhorni nálægt Dómkirkjunni, að vísu í poka í þetta skiptið en ekki á gangstéttina eins og á afmæli móður sinnar.  Það fer því að verða hefð hjá honum að kasta upp úti við á afmælum foreldra sinna.

Um það leiti sem við vorum í þessu stússi heyrðum við í fyrsta skipti í kirkjuklukkum Dómkirkjunnar, líklega var því messan búin, enda klukkan orðin 5!

Ítalskt varð aftur fyrir valinu um kvöldið og allir glaðir.

Á fimmtudeginum ókum við upp Rínardalinn, fórum í gegnum ýmis þorp, sáum fjöllin sjö, helling af kastölum sem höfðu ýmist verið brenndir eða sprengdir upp af Frökkum árið 1689 og enduðum svo í Mainz.

Þar sáum við dómkirkjuna, sem var frekar lítil í samanburði við þá í Köln, kirkjuverðirnir þar voru samt mjög vakandi yfir því að húfur væru teknar niður og krakkar væru ekki með læti.  Í Mainz er líka Gutenberg safn, en í þeirri borg prentaði hann fyrsta ritið sitt hér forðum.  Borgin er falleg, en ekki mikil ferðamannaborg.

Á föstudaginn var þrifið og þvegið hátt og lágt, jólum pakkað niður.

Á laugardaginn fórum við til fyrrverandi nágrannans, eyddum seinni hluta dags þar (fyrri hlutann voru krakkarnir úti að leika í snjónum) og borðuðum með þeim.

Á sunnudegi voru krakkar úti í snjónum og um kvöldið komu Ameríkanarnir í mat og skipst var á ferðasögum, þau voru í París í vikunni og sögðu okkur hvað væri gott að skoða þar með börnum.

Á morgun, mánudag, fer rútínan í gang, skóli, leikskóli, vinna og meistaraverkefni fara öll í gang og allir frekar sáttir eftir langt og gott jólafrí.

Síðustu myndir 2009 og fyrstu myndir 2010

Lestamódelin voru mjög flott sem og umhverfið sem þær óku um.

Lestamódelin voru mjög flott sem og umhverfið sem þær óku um.

Þarna mátti líka prófa mótorhjól sem sá skapmikli vildi helst taka með sér heim.

Þarna mátti líka prófa mótorhjól sem sá skapmikli vildi helst taka með sér heim.

Á gamlársdag var síðasti kubburinn í þessu 1500 kubba púsli frá New York 2001 lagður niður, sá fyrsti var settur á borðið á annan í jólum.  Himininn stóð lengst í okkur hjónum.

Á gamlársdag var síðasti kubburinn í þessu 1500 kubba púsli frá New York 2001 lagður niður, sá fyrsti var settur á borðið á annan í jólum. Himininn stóð lengst í okkur hjónum.

Raklett á gamla móðinn var einn af réttum gamlárskvölds, afskaplega gott.

Raklett á gamla móðinn var einn af réttum gamlárskvölds, afskaplega gott.

Gos á leið í loftið, sá berleggjaði er bóndinn í lederhosen!

Gos á leið í loftið, sá berleggjaði er bóndinn í lederhosen!

Leikið í brekkunni hinu megin við akrana, brekkan er miklu lengri á leiðinni upp en niður!

Leikið í brekkunni hinu megin við akrana, brekkan er miklu lengri á leiðinni upp en niður!

Zoe (14) er einn af þeim hundum sem við megum klappa, því við þekkjum hana!

Zoe (14) er einn af þeim hundum sem við megum klappa, því við þekkjum hana!

Gleðilegt ár

og takk fyrir það gamla, vinir nær og fjær.

Heldur hefur árið farið rólega af stað – eins og 2009 endaði, í eindæma rólegheitum og afslöppun!

Síðasta vika  var með eindæmum róleg, hér var horft á sjónvarp, spilað Wii og margt fleira, lesið og púslað.  Þann 30. voru steiktar kleinur og skroppið á bíla- og leikfangasafn, þar var sér sýning á lestum sem vakti mikla hrifningu.

Á gamlársdag fórum við í veislu til vinnufélaga bóndans, þar voru amerísku vinir okkar líka sem og þýsk vinahjón húsbænda og ein frú búsett á Íslandi sem vildi endilega fá að slást í hópinn til að hitta Íslendingana.  Þarna komu allir með eitthvað til að maula, flugeldum var skotið upp og horft var á „Dinner for One“ sem er frá 1963, sýnd ótalsett rétt fyrir miðnætti og allir hlæja að því sama ár eftir ár.

Á nýársdag horfðum við á Sound of Music með Ameríkönunum og er stefnan sú að komast til Saltzborgar einhvern tíma á meðan á dvölinni hér stendur.

Á annan komu góðir gestir, íslensk/þýsk fjölskylda búsett stutt frá Munchen, með þeim var farið í brekkuna við engið og þotur, sleðar og plastpokar prófuð í snjónum.  Þau gistu hjá okkur og í morgun sýndum við þeim svo borgina.

Vikan framundan verður annasöm, Sirkus og ferð til Kölnar bera þar hæst – eftir það hefjast skólar á ný og hversdagurinn fer að rúlla.

Þetta er merkilegt ár sem er hafið – við verðum hér ytra allt þetta ár, fyrir utan styttri ferðir hingað og þangað, vonandi ein þeirra til Íslands með vorinu.

Sá skapmikli segir: „Flugvéldar“, sú snögga: „Flugeldingar“ en sú sveimhuga hefur alltaf sagt: „Flugeldar“.  Foreldrunum finnast þessi mismæli of krúttleg til að leiðrétta þau – reyndar kom sá skapmikli með eitt enn betra í dag þegar Memo minnisspil var í gangi, hann fletti við „lakkrís“ sem aðrir á heimilinu kalla „naggrís“!