Mánaðarskipt færslusafn fyrir: apríl 2010

Blómlegar myndir

Tréð í brekkunni hér fyrir utan - það bar enga ávexti síðast liðið haust, en sú sveimhuga segir að þetta sé kirsuberjatré.

Tréð í brekkunni hér fyrir utan - það bar enga ávexti síðast liðið haust, en sú sveimhuga segir að þetta sé kirsuberjatré.

Svalir hér rétt neðar í götunni, númer 7 held ég.

Svalir hér rétt neðar í götunni, númer 7 held ég.

Hjá númer 25 hér rétt fyrir ofan.

Hjá númer 25 hér rétt fyrir ofan.

Hyasintur, impalúmpur og fleira í sama garði.

Hyasintur, impalúmpur og fleira í sama garði.

Stór og feitur impalúmpi í garðinum okkar - í boði þess skapmikla.

Stór og feitur impalúmpi í garðinum okkar - í boði þess skapmikla.

Á laugardeginum var svo hlýtt að hægt var að leika sér berfættur niðri í gamla grasagarði.

Á laugardeginum var svo hlýtt að hægt var að leika sér berfættur niðri í gamla grasagarði.

Magnólíutré hér hinum megin við götuna.

Magnólíutré hér hinum megin við götuna.

Magnólíublómin eru mjög falleg.

Magnólíublómin eru mjög falleg.

Eplatré hjá hornhúsinu við veginn upp að bóndabæ.

Eplatré hjá hornhúsinu við veginn upp að bóndabæ.

Sú snögga á jafnvægisslánni.

Sú snögga á jafnvægisslánni.

Og í handstöðu - sjáið að dýnan er teipuð á bretti til að mýkja hana, ekki gert veður út af því að eiga ekki fínasta keppnisbúnað.

Og í handstöðu - sjáið að dýnan er teipuð á bretti til að mýkja hana, ekki gert veður út af því að eiga ekki fínasta keppnisbúnað.

Sá skapmikli kominn í landsliðsbúning, enda styttist í HM, þá fer víst allt á annan endann hér.

Sá skapmikli kominn í landsliðsbúning, enda styttist í HM, þá fer víst allt á annan endann hér.

Komin með verðlaunapening um hálsinn.

Komin með verðlaunapening um hálsinn.

Sú sveimhuga að taka handahlaup af jafnvægisslánni.

Sú sveimhuga að taka handahlaup af jafnvægisslánni.

Og upp á slána fór hún.

Og upp á slána fór hún.

Verðlaunapeningur og einskær hamingja.

Verðlaunapeningur og einskær hamingja.

Eftir mótið var farið í vatnsbyssuslag á pallinum sem endaði í nuddstofu þar sem boðið var upp á áhaldanudd.

Eftir mótið var farið í vatnsbyssuslag á pallinum sem endaði í nuddstofu þar sem boðið var upp á áhaldanudd.

Impalúmpur og fleiri sögur

Vikan leið að miklu leiti eins og vanalega og hér koma nokkrar sögur sem urðu til í henni (og reyndar líka fyrr).  Ekki komst þó bóndinn heim eins og til stóð – vonandi verður öskulokunum flugvalla lokið eftir mánuð þegar fjölskyldan fer öll til Íslands.

Sá skapmikli er farinn að hafa mikinn áhuga á blómum, en hann getur ekki munað orðið túlípanar og kallaði þá ýmist úmpalúmpa, impalúmpa eða húmpalúmpa sem okkur finnst óskaplega krúttlegt.  Reyndar virðist orðið impalúmpur (ft., et. impalúmpi) hafa orðið ofan á og hér í garðinum höfum við „hrjár feitar og stórar impalúmpur!“

Annað sem honum er tíðrætt um er Kaufland (ekki vörumarkaðurinn hér í borg með sama nafni), heldur landið hans sem er í Afríku (eða Rússlandi þegar hann bendir á kort).  Þar á hann stórt hús sem getur hýst alla sem vilja koma í heimsókn, á bak við húsið á hann fimm risaeðlur sem borða kjöt og synda í vatninu.  Adam vinur hans og Alexander koma stundum með honum þangað og þeir fara í bílaleik.  Til þess að fara til Kauflands þarf að nota bílinn hans sem getur flogið og er hann bíl-/flugstjóri. Miklar sögur eru sagðar af Kauflandi, svo að segja daglega.  Þar er gott að vera.

Sú snögga upplifði versta dag æfi sinnar á föstudaginn var, í skólanum datt vinur hennar á stólinn hennar og fékk alveg hræðilegar blóðnasir (hann kann eiginlega ekki að vera í skóla sá, stendur uppi á borðum og hvað eina – einungis ein stelpa í bekknum er verri en hann, sú er eiginlega bara barn en ekki skólastelpa!).  Eftir þessa hrollvekju voru hún og tvær aðrar svo lengi á leiðinni í leikfimi að þær læstust úti!  Til að toppa daginn datt hún það illa á leiðinni að sækja bróður sinn að hún fleytti kerlingar á gangstéttinni og skóf bæði af fingri og bringu!

Sú sveimhuga upplifði hins vegar mikla sælu í vikunni – ja það þurfti að vísu heilmikla þolinmæði með sælunni, þar sem hún fór til augnlæknis (sem tók tvo og hálfan tíma!) og fékk staðfestingu á því að hún þyrfti gleraugu.  Þau voru svo pöntuð eftir að hafa mátað nokkrar umgjarðir og má sækja þau á miðvikudaginn kemur.  Fljótlega fer hún líklegast að telja niður í klukkutímum eftir því að fá þau.

Í dag sunnudag var svo stór dagur hjá þeim systrum – það var fimleikamót fjögurra félaga í Tübingen og næsta nágrenni.  Tóku þær báðar þátt, það var slá, jafnvægisslá, gólfæfingar og stökk á hesti/kistu og komu báðar heim með verðlaunapeninga, eins og allir aðrir keppendur.  Það var samt mjög merkilegt að fá pening fyrir fimleika og liðunum þeirra gekk mjög vel.  Sú snögga komst á pall með sínu liði og lið þeirrar sveimhuga lenti í fimmta sæti.

Hér er vorið komið og liggur við að segja sumarið líka, nú um helgina var hitinn yfir tuttugu stigum.

Í næstu viku verður liðið ár síðan frúin og börnin fluttu hingað út og er fjölskyldan farin að upplifa að það verður endir á þessari búsetu hér.  Í vikunni ræddi sú sveimhuga af miklum eldmóð hvað það yrði gaman um næstu páska að fara í messu hér og standa í myrkri og láta kertaljós ganga á milli allra kirkjugesta.  Hún varð hálf svekkt þegar henni var sagt að um næstu páska yrðum við á Íslandi!

Sú snögga sér hins vegar í anda hversu námið á Íslandi verður létt og löðurmannlegt með svo að segja engu heimanámi og ímyndar sér hvernig hún muni spurja kennarann daglega hvað eigi að læra heima.

Hafið það ætíð sem allra best kæru vinir og ættingjar nær og fjær.

Viðbót á mánudegi – saga sem ekki má gleymast:

Á þriðjudeginum skrapp frúin með kjallarakonunum á páskaeggjasafnið í Erpfingen (Sonnenbühl) og var örlítið sein að sækja þann skapmikla (12:05).  Var hún farin að sjá hann fyrir sér útgrátinn með ekka, en þegar hún kom fyrir húshornið á leikskólanum sat hann sæll og rólegur á bekk við útidyrnar og beið.  Var þar rétt nýkomin önnur mamma af deildinni og sagði hún mér að drengurinn hefði sagst vera að bíða eftir mömmu sinni.  Enginn kennari eða umsjónarmaður var í sjónmáli!  Svona er menningin hér – barnið látið bíða eitt utan við leikskólann ef mamman er sein.

Seinna um daginn fór hann svo í sitt fyrsta leikskólavinar afmæli og var það óskaplega skemmtilegt.  Sú snögga kom með en sú sveimhuga var ein heima að læra þangað til bóndinn kom heim.

Ýmsar myndir í apríl

Blómstrandi tré hér ofar í götunni.

Blómstrandi tré hér ofar í götunni.

Það eru engir aukvisar sem bera út póst hér í borg, hjólað á svona hjólum upp og niður allar brekkurnar!

Það eru engir aukvisar sem bera út póst hér í borg, hjóla á svona hjólum upp og niður allar brekkurnar!

Afmælisveisla í garðinum, afmælisbarnið fyrir miðju.

Afmælisveisla í garðinum, afmælisbarnið fyrir miðju.

Veitingarnar dálítið freistandi.

Veitingarnar dálítið freistandi.

Tréð okkar við það að laufgast.

Tréð okkar við það að laufgast.

Engir gestir að heiman

jamm, ekki koma gestir til okkar að heiman í þessum mánuði – það verður víst ekki við eldgos ráðið og við hlökkum bara til að hitta þau við síðara tækifæri.

Vikan hefur annars liðið með óvanalega miklum tengslum við Íslands, höfum við hjónin ekki í annan tíma fylgst eins með fréttum að heiman síðan við komum hingað út.  Við höfum meira að segja horft á fréttirnar á RÚV oftar en ekki þessa vikuna, sem er mjög óvanalegt.

Annars hefur allt verið frekar hefðbundið, á miðvikudaginn skruppum við að vísu niður í bæ, þar var bóndamarkaður þar sem mátti kaupa hinar fínustu nærbrækur og hagkaupskirtla, auk kústa, hnífa, dúka, skæra og svo til allt annað sem þokkalegan búskap gæti vanhagað um.  Svona markaður er haldin tvisvar á ári um það leiti sem vistarbönd voru laus hér í landi.

Á laugardaginn var afmælisveisla úti í garði, yngri ameríska stelpan er orðin 7 og hélt stórskemmtilega veislu úti.

Á sunnudegi skruppum við í hjólreiðatúr með Ameríkönunum upp að bóndabæ að kíkja á kálfana, við erum viss um að þar eru líka alla vega tvö íslensk hross.  Það var yndælis blíða báða dagana um helgina, enn 17 stig nú á sunnudagskvöldi klukkan rúmlega átta!

Hér eru blómstrandi tré í öllum görðum, allt að grænka og má segja að vorið sé komið.

Næsta vika verður með afbrigðum annasöm, fundir, afmæli, augnlæknir (hjá þeirri sveimhuga – loksins, loksins) auk alls hins hefðbundna.

Ef flugmál verða komin í samt lag um næstu helgi er bóndinn að skreppa  heim á fund, fer á föstudaginn og kemur aftur á þriðjudegi – bara skottúr, rétt nóg til að kaupa lakkrís! 🙂

Annars er heilmikilli áskorun sem frúin tók í janúar að ljúka á morgun!  Frúin var mönuð á Snjáldurskinnunni – og gat ekki tekið því öðru vísi en að byrja, hefur marg oft ætlað sér að hætta þessu og nenna ekki lengur, en vegna meðfæddrar og ættgengrar þrjósku úr báðum ættum!, fyrirgefið, ákveðni – hefur ekki degi verið sleppt og klárað skal á morgun.

Þetta er líkamsræktar áskorun (sem gerir það enn skrítnara að frúin skuli halda þetta út – þekktari fyrir aðild að Antisportistafélagi heldur en hreyfingu), heitir á ensku Burpees en hefur fengið hið stutta og laggóða íslenska nafn: froskastökk með armbeygjum og hala.  Áskorunin felst í því að taka eitt stökk fyrsta daginn, tvö þann næsta og svo áfram þangað til eitt hundrað stökk eru tekin – sem frúin gerir einmitt á morgun!

Parísarmyndir

Hárgreiðsla að morgni - takið eftir makka frúarinnar.

Hárgreiðsla að morgni - takið eftir makka frúarinnar.

Lagt af stað til Parísar með hraðlestinni - sem stóð ekki alveg undir nafni - sko lestin. :)

Lagt af stað til Parísar með hraðlestinni - sem stóð ekki alveg undir nafni - sko lestin. 🙂

Alltaf gaman í lest, þó maður þurfi að vera í henni í MARGA klukkutíma.

Alltaf gaman í lest, þó maður þurfi að vera í henni í MARGA klukkutíma.

Notre Dame er tignarleg - eða kirkjan hans Quasimodos eins og krakkarnir kölluðu hana.

Notre Dame er tignarleg - eða kirkjan hans Quasimodos eins og krakkarnir kölluðu hana.

Gosbrunnur heilags Mikjáls á vinstri bakkanum.

Gosbrunnur heilags Mikjáls á vinstri bakkanum.

Parísardaman fylgdi okkur á vinstri bakkanum, við stoppuðum í Skítafýlustræti og fengum okkur ljúffengar "kreppur" með osti og meððí.

Parísardaman fylgdi okkur á vinstri bakkanum, við stoppuðum í Skítafýlustræti og fengum okkur ljúffengar "kreppur" með osti og meððí.

Eftir göngutúrinn mikla fórum við í dýragarðinn sem var að sjálfsögðu einn af hápunktum Parísar - að mati meiri hluta fjölskyldunnar.

Eftir göngutúrinn mikla fórum við í dýragarðinn sem var að sjálfsögðu einn af hápunktum Parísar - að mati meiri hluta fjölskyldunnar.

Stravinski gosbrunnurinn við Pompidu safnið er stór skemmtilegur, margt að sjá í honum. Hér eru krakkarnir við fuglinn.

Stravinski gosbrunnurinn við Pompidu safnið er stór skemmtilegur, margt að sjá í honum. Hér eru krakkarnir við fuglinn.

Horft úr Effelturninum yfir Palais de Challot og hægri bakkann.

Horft úr Effelturninum yfir Palais de Challot og hægri bakkann.

Horft beint niður - langt er það!

Horft beint niður - langt er það!

Útsýnisins notið af mis miklum ákafa - sá skapmikli sofnaði í röðinni að efri lyftunni.

Útsýnisins notið af mis miklum ákafa - sá skapmikli sofnaði í röðinni að efri lyftunni.

Þetta 120 ára mannvirki hrundi ekki á meðan við voru þar uppi - sumir höfðu samt örlitlar áhyggjur af því að það gæti gerst.

Þetta 120 ára mannvirki hrundi ekki á meðan við voru þar uppi - sumir höfðu samt örlitlar áhyggjur af því að það gæti gerst.

Louvre safnið sem við fórum ekki á.

Louvre safnið sem við fórum ekki á.

Bátum var fleytt á tjörn í Tuileries görðunum við Louvre safnið.

Bátum var fleytt á tjörn í Tuileries görðunum við Louvre safnið.

Þar var líka hægt að leika sér á trampolínum.

Þar var líka hægt að leika sér á trampolínum.

Stökkva á alla kanta.

Stökkva á alla kanta.

Og leika sér að vild.

Og leika sér að vild.

Áfram var gengið upp Champs Elysees alla leið að Sigurboganum.

Áfram var gengið upp Champs Elysees alla leið að Sigurboganum.

Þaðan var fallegt útsýni yfir borgina, þarna sést Stóribogi sem er í viðskiptahverfinu.

Þaðan var fallegt útsýni yfir borgina, þarna sést Stóribogi sem er í viðskiptahverfinu.

Glitrandi Effelturn á slaginu 9.

Glitrandi Effelturn á slaginu 9.

Krakkarnir heilluð af ljósadýrðinni.

Krakkarnir heilluð af ljósadýrðinni.

Íbúðin okkar var í Beubourg hverfinu, Jaques Chirac lét koma þessu listaverki fyrir þann 8. október 1978, fyrir ofan innganginn.

Íbúðin okkar var í Beubourg hverfinu, Jaques Chirac lét koma þessu listaverki fyrir þann 8. október 1978, fyrir ofan innganginn.

Gluggar íbúðarinnar eru í horninu, sá neðsti í sól vinstra megin og sá næsti við hornið hægra megin.

Gluggar íbúðarinnar eru í horninu, sá neðsti í sól vinstra megin og sá næsti við hornið hægra megin.

90° til vinstri frá því að taka gluggamyndina sést í Pompidu safnið.

90° til vinstri frá því að taka gluggamyndina sést í Pompidu safnið.

Rósettu glugginn í Saint Chapelle á eyjunnni.

Rósettu glugginn í Saint Chapelle á eyjunnni.

Rósettu glugginn í Notre Dame.

Rósettu glugginn í Notre Dame.

Æðislegt kaffihús á litlu eyjunni - meira að segja þökulagt fyrir utan!

Æðislegt kaffihús á litlu eyjunni - meira að segja þökulagt fyrir utan!

Leikvöllur á bak við Notre Dame - frúin á minningarreit vegna Helfararinnar hinum megin við götuna.

Leikvöllur á bak við Notre Dame - frúin á minningarreit vegna Helfararinnar hinum megin við götuna.

Bastillu minnismerkið.

Bastillu minnismerkið.

ERRÓ - fánar á bakhlið Pompidu.

ERRÓ - fánar á bakhlið Pompidu.

Pompidu safnið að framanverðu - við fórum efst upp til hægri fyrsta kvöldið og horfðum á borgina í ljósaskiptunum.

Pompidu safnið að framanverðu - við fórum efst upp til hægri fyrsta kvöldið og horfðum á borgina í ljósaskiptunum.

Makkinn farinn!

Makkinn farinn!

Fyrir utan gróðurhúsin í Grasagarðinum er þetta Magnólíutré við það að springa út.

Fyrir utan gróðurhúsin í Grasagarðinum er þetta Magnólíutré við það að springa út.

Kirsuberjatré í fullum blóma.

Kirsuberjatré í fullum blóma.

París – varúð, löng færsla.

Á annan í páskum var haldið áfram að japla á súkkulaði og pakka niður fyrir Parísarferðina miklu.

Á þriðjudagsmorgninum tókum við strætó niður að lestarstöð og lest þaðan til Stuttgart.  Þar skiptum við um lest og fórum í hraðlest sem átti að skila okkur til Parísar á þremur og hálfum tíma.  Það tókst ekki alveg, því lestin bilaði á leiðinni og tók ferðin því rúma fimm tíma!

Eftir ferð með Metro og töluverðan flæking í kring um Pompidu safnið hringdum við í íbúðareigandann sem kom og sótti okkur út á götu og lóðsaði okkur í íbúðina sem var stórfín og mælum við eindregið með henni.  Við röltum á „veitingastað“ – gamli bóndinn varð fyrir valinu þar sem komið var langt fram yfir háttatíma.

Á miðvikudeginum höfðum við mælt okkur mót við Parísardömuna, áður en við hittum hana kíktum við aðeins á Notre Dame – kirkjuna hans Quasimodos og röltum í rólegheitum yfir á Vinstri bakkan þar sem við hittum dömuna.  Hún rölti með okkur í dágóða stund og sagði okkur sögur af París og latínuhverfinu sem við gengum um, einstaklega áhugavert og skemmtilegt – við stoppuðum við í Skítafýlustræti og fengum okkur „kreppur“ (Crépes) með osti, keyptum ný jarðarber, sáum pínulitlar götur og risastór hús.  Sorbonne var miðstöð æsings, þar voru löggur á hverju horni og við biðum eftir annað hvort sprenginu eða stórmenni, en urðum vör við hvorugt.

Við röltum á eitt safn (Cluny safnið) og keyptum safnakort og komum svo við á tehúsi í moskunni, sem er ákaflega falleg og Aladínar upp um alla veggi – sá skapmikil var stoltur af því að prófa salerni Aladíns! Fengum okkur ljúffengt te og gengum svo yfir í Grasagarðinn, þar skildum við við Parísardömuna og skoðuðum dýragarðinn.

Labbið heim var frekar langt og stoppuðum við á ítölskum veitingastað, sá skapmikli hafði sofnað á herðum móður sinnar en vaknaði til að borða.  Hresstust allir við næringuna og á heimleiðinni fórum við upp í Pompidu og sáum ljósaskiptin í borginni þaðan.

Á fimmtudeginum var heldur svalt – dagurinn hófst á lestarferð að Effelturninum, reyndar þurftum við að ganga töluvert af leiðinni, þar sem of löng bið var eftir lestinni sem fór alla leið.  Upp fórum við, eins hátt og komist var, sá skapmikli var að vísu mjög mótfallin því að fara svona hátt – en hann sofnaði í biðröðinni að efri lyftunni svo það slapp til.  Útsýnið þarna uppi er magnað – en líklegast er nóg að gera þetta einu sinni á ævinni.

Við tókum lest að D’Orsay safninu og skoðuðum örlítinn hluta af því, þolinmæði yngra fólksins var ekki sú mesta.  Við gengum svo yfir að Louvre sem við skoðuðum ekki – gengum hins vegar í gegnum Tuileries garðana.  Þar sáum við krakka sem fleyttu bátum á tjörn, okkar krakkar fóru í hringekju og svo á trampolín sem staðsett eru í vestari enda garðanna.

Áfram var gengið upp Champs Elysees breiðstrætið – við stoppuðum á Hippopotamus veitingastað sem er algjörlega sniðinn að fjölskyldum, gott verð og hinn ágætasti matur.  Við fórum upp að Sigurboganum (sem sú sveimhuga vildi kalla Silfurbogann fyrsta daginn) og þar upp – sá skapmikli var ekki alveg á því að fara upp allar þessar tröppur, hann gæti hæglega dottið!  Upp fórum við samt og útsýnið þaðan er magnað! Við sáum kvöldljós borgarinnar og glitrandi Effelturninn – erum frekar á því að fara oftar upp í Sigurbogann heldur en turninn.  Eftir allt labb dagsins var ákveðið að taka lestina heim.

Á föstudeginum gengum við út í stærri eyjuna og skoðuðum tvær kirkjur, Saint Chapelle og Notre Dame, við hættum okkur ekki upp í turninn þar með krakkana – röðin var fáránlega löng og frekar mikill stífleiki við fleiri tröppum!  Kreppur voru aftur hádegismaturinn, skoðað í minjagripabúðir og svo fórum við að minningarreit um fórnarlömb Helfararinnar sem er staðsettur á bak við Notre Dame.  Aldurslágmarkið þangað inn var 7 ár – sú snögga slapp samt inn, en frúin og sá skapmikli biðu fyrir utan.  Bóndinn fór svo með krakkana á leikvöll fyrir aftan Notre Dame á meðan frúin fór inn.

Þaðan var rölt yfir á minni eyjuna þar sem átti að vera besti íssali í París – við keyptum ís og hann var ljúffengur.  Áfram var gengið í átt að Bastillunni, stoppað á einum leikvelli og minnismerkið skoðað úr hæfilegri fjarlægð.  Röltið heim á leið var rólegt labb, við litum svo aðeins aftur inn í Pompidu, þar var 50 ára yfirlitssýning á verkum Errós í einum salnum.

Um kvöldið fórum við á hundódýran stað, Flunch, við vorum óheppin að heill bekkur af ítölskum unglingum voru rétt á undan okkur inn, svo við þurftum að bíða heillengi í röðum eftir aðalrétti, því að borga og meðlætinu.  Maturinn var allt í lagi, mælum með þessum stað – nema kannski rétt akkúrat á matmálstíma.

Á laugardeginum var haldið heim, tókum Metro að Gare de l’est og hraðlestina þaðan, hún hélt réttum hraða alla leið svo við náðum lestinni okkar heim til Tübingen.  Alltaf er nú gott að koma heim.

Þegar frúin skrapp í búð til að kaupa inn fyrir helgina datt hún inn á hárgreiðslustofu og bað um að láta klippa sig stutt.  Hárgreiðsludaman rétti frúnni bækur svo hún gæti fundið það sem hún vildi – frúin svaraði því til að hún vildi stutt sem ekki þyrfti að hafa neitt fyrir.  Hárgreiðsludaman sagði að það þyrfti nú alltaf að hafa svolítið fyrir útlinu – og að frúnni færi sítt hár mjög vel.  Loksins fór þó hárið af og átti daman ekki orð yfir breytingunni á frúnni, hún væri gjörsamlega óþekkjanleg, þó að henni fyndist hún sjálf bara koma í ljós undan lubbanum.

Á sunnudegi var þvegið, gengið frá og skroppið í hljólreiðatúr í Grasagarðinn – sá skapmikli hjólaði sjálfur á sínu hjóli, svo frúin var á hlaupahjóli til að geta aðstoðað hann.  Í Grasagarðinum eru mörg tré í blóma og græn slikja um það bil að leggjast yfir garðinn.

Í næstu viku koma gestir, það verður gaman að fá fólk að heiman.

Grafeneck og páskamyndir

Af maurabaráttunni - á mánudag var sett upp gildra við búið þeirra og íbúarnir strádrepnir!  Teljum við okkur laus við pláguna - allavega í bili!

Af maurabaráttunni - á mánudag var sett upp gildra við búið þeirra og íbúarnir strádrepnir! Teljum við okkur laus við pláguna - allavega í bili!

Verksmiðjuhúsnæðið.

Verksmiðjuhúsnæðið.

Egg máluð með Þjóðverjum og Ameríkönum.

Egg máluð með Þjóðverjum og Ameríkönum.

Afraksturinn frá skírdegi.

Afraksturinn frá skírdegi.

Skilti við horn gasklefa sem stóð fram til 1968 á þessum stað.

Skilti við horn gasklefa sem stóð fram til 1968 á þessum stað.

Minningarreitur, á hverjum planka eru 100 bláir krossar, það eru 106 plankar og einn styttri með 54 krossum.

Minningarreitur, á hverjum planka eru 100 fjólubláir krossar, það eru 106 plankar og einn styttri með 54 krossum.

Nokkrir plankar með texta eru inni á milli, á þessum stendur: "Manneskjan er þá fyrst dáin þegar enginn minnist hennar."

Nokkrir plankar með texta eru inni á milli, á þessum stendur: "Manneskjan er þá fyrst dáin þegar enginn minnist hennar."

Hluti af yfirliti um Grafeneck, við 1940 er m.a. sagt, "þetta er staðurinn þar sem helförin hófst."

Hluti af yfirliti um Grafeneck, við 1940 er m.a. sagt, "þetta er staðurinn þar sem helförin hófst."

Lichtenstein kastalinn óvinnandi!

Lichtenstein kastalinn óvinnandi!

Systkinin við hlið fallbyssugeymslunnar.

Systkinin við hlið fallbyssugeymslunnar.

Leitin að páskaeggjunum.

Leitin að páskaeggjunum.

SÚKKULAÐI!

SÚKKULAÐI!

Sá skapmikli á hjólinu góða - sú snögga auðvitað einhvers staðar langt á undan. :)

Sá skapmikli á hjólinu góða - sú snögga auðvitað einhvers staðar langt á undan. 🙂

Stórafmæli, Grafeneck og páskar

Gleðilega páska kæru lesendur nær og fjær!

Þá er það vikuyfirlitið.

Á mánudag fram á miðvikudag var skóli hjá krökkunum eins og vanalega (sá skapmikli fékk frí á fimmtudag, en skírdagur var síðasti opnunardagur fyrir páska).  Allt var það nú hefðbundið fyrir utan óvanalega lítið heimanám þá vikuna.

Á þriðjudegi áttuðum við hjónakornin okkur á því að við ættum stórafmæli – heil fimmtán ár síðan við urðum par!  Af því tilefni fórum við út að borða um kvöldið.

Á miðvikudegi fór frúin með krakkana heim til þýskrar vinkonu þar sem þær amerísku voru líka og við skreyttum öll harðsoðin egg – auk örfárra blásinna líka.  Það var mikill hamagangur við skreytingar og málun og voru hendur töluvert litríkari á heimleiðinni en á leiðinni þangað.

Á skírdag skruppu frúin, krakkar, þær amerísku og ein frá Venesúela til Waldenbuch bæjar, þar er Ritter Sport súkkulaðiverksmiðja starfrækt auk nýlistasafns á vegum eigendanna.  Þar var margt merkilegt að sjá og töluvert magn af súkkulaði kom með okkur heim.  Seinna um daginn fórum við til búlgaskra vina og skreyttum egg með þeim auk þeirra amerísku.

Á föstudaginn langa fór fjölskyldan öll í hjólreiðatúr yfir á leikvöllinn í Waldhausen Ost og þau amerísku komu í yndælan afrískan kvöldverð.  Maturinn var einstaklega góður og ekki skemmdi að borða hann í þessum fína félagsskap og fræðast töluvert um amerískt samfélag í leiðinni.

Á laugardaginn var farið í sund fyrir hádegið þar sem ekkert hafði verið synt á föstudeginum langa.  Eftir matinn ókum við suður í Albana Swebísku og sóttum Grafeneck heim, þar hófst helförin í seinni heimsstyrjöldinni, með opnun búða, gasklefa og líkbrennsluofna þann 18. janúar 1940.  Á þessum stað voru 10.654 einstaklingar myrtir fram í desember það ár – þau höfðu öll verið vistmenn hinna ýmsu stofnanna í suður Þýskalandi.

Fólkið var flutt til Grafeneck með svokölluðum gráu rútum, sjá hér.  Þarna var hæli fyrir stríð, sem var enduropnað eftir stríð, fyrir fólk með þroskahömlun, staðurinn svipar til Sólheima í dag með lífrænni ræktun og mörgum litlum íbúðarhúsum.  Vægast sagt var það mjög sérstakt að koma á þennan stað.

Næsta stopp var Marbuch hestamiðstöð þar sem við klöppuðum hestum og röltum á milli hesthúsa og fórum svo yfir til Lichtenstein kastala.  Það er einstaklega lítill og skemmtilegur kastali, algjörlega óvinnandi vígi.  Eigendur hans eru ung hjón en við fórum ekki með leiðsögn inn í sjálfan kastalann, gengum bara um kastalagarðinn.

Í dag eru svo páskar, morguninn byrjaði á því að krakkarnir fóru út eftir morgunmat og leituðu að eggjum hér fyrir utan, þar fundust líka 3 páskahérar.  Þegar inn var komið þurfti að leita að eggjunum sem amma og afi höfðu sent.  Hér var því dágóður haugur af súkkulaði – það bættist reyndar töluvert þar við, þar sem hér fyrir utan leyndust 3 hérar til viðbótar og niðri við póstkassa birtust enn 3, auk annars súkkulaðis!  Undir kvöldið dúkkaði svo upp lítil askja fyrir foreldrana á dyraþrepinu.  Hér eru greinilega páskahérar út um allt!  Krakkarnir þurftu að brenna örlítilli orku eftir hádegið svo þau fóru á hjólum upp að bóndabæ og gengum við hjónin með þeim – sá skapmikli fékk að fara á nýja hjólinu sínu og það gekk prýðilega.

Á þriðjudaginn kemur förum við til Parísar og verður næsta færsla um þá ferð – svo koma gestir í vikunni þar á eftir, fullt að gera framundan!