Amma í heimsókn

Á mánudaginn var skóli og íþróttir – systurnar fóru í frjálsar seinnipartinn og líkaði ljómandi vel. Á þriðjudegi fékk frúin leigðan bíl hjá umboðinu og sótti tengdamömmu sína til Frankfurt á meðan bóndinn hætti snemma í vinnu til að sækja börn og sinna þeim.  Miklir gleðifundir urðu þegar amman kom heim og margt að spjalla …

Afmæli og skóli.

Á þriðjudegi var skóli og leikskóli, sú sveimhuga fór í sína leikfimi og svo var heimanám unnið – ekkert heyrðist frá verkstæðinu út af bílnum fyrr en rétt fyrir lokun, búið var að skipta um bremsur og skoða hann en engin rafmagnsbilun fannst.  Frúin gerði pönnukökur fyrir bóndann sem átti að fara í útivist með …

Tölva á þýsku – og skóli byrjar

Á fimmtudegi fór sá skapmikli í leikskólann á meðan heimilið var þrifið.  Systurnar lærðu í íslenska námsefninu sínu og búlgarska vinkonan kom í heimsókn með son sinn.  Við gengum öll saman upp að bóndabæ og skoðuðum kýr og kálfa. Á föstudegi tók bóndinn tölvuna frúarinnar með í viðgerð, þar var honum sagt að það eina …

Annasamt frí

Á föstudaginn eftir að síðast var bloggað fór fjölskyldan til litlu Ameríku til að fagna 6 ára afmæli tvíburasona fyrrverandi nágrannans, það var haldið í keiluhöllinni og allir spiluðu, átu og skemmtu sér konunglega.  Komið var heim seint og um síðir. Á laugardagsmorgni skruppu mæðgurnar í smá verslunarferð í miðbæinn, keyptu eitt og annað skemmtilegt.  …