Óli kom með undarlega mikið nammi handa mér frá útlöndum. Á†tli hann sé að fita mig í einhverjum ákveðnum tilgangi?
Monthly Archives: nóvember 2006
Stórir bræður…
… eru frábær uppfinning. Fínt að hafa einhvern sem passar svona vel upp á mann… og er góður í stærðfræði og bílaviðgerðum 😉 Minn stóri bróðir á afmæli í dag, hann eyðir reyndar deginum í að koma sér heim frá útlöndum. Hlakka til að vita hvernig honum líst á gjöfina sem tekur á móti honum …
Heima…sögur úr hversdagsleikanum!
Mmmhh… alveg jafngott að vera heima og mig minnti. Þetta hljómar eins og ég hafi ekki farið heim í ár. Ég skrapp aðeins í bókasafnið með pabba í gær, tók þátt í því erfiða verkefni að reyna að finna bók á norsku fyrir hann til að lesa. Ég lifði mig auðvitað inn í verkefnið og …
Óður til Akraborgar
Mig langar heiiiiiiim! Á undanfarin tvö skipti sem ég hef ætlað heim hefur veðrið tekið upp á því að verða brjálað. Mér finnst þrjár vikur of langt milli heimferða fyrst ég er nú bara 40 mínútur á leiðinni. Ég var að spá um daginn þegar ég sat ein í köldu íbúðinni minni og missti af …
bara…
…test!
Hetjur í kulda hversdagsleikans
Svona fimbulkuldi er ávallt hressandi. Hitastigið inni í íbúðinni minni er í harðri samkeppni við hitastigið utandyra. Ofnarnir eru bara að hlýja sjálfum sér og dreifa hitanum ekkert frá sér, ég er hætt að þurfa að nota ísskápinn því allt kælist jafn vel utan hans og ég tek reglulega nokkrar MÁ¼llers æfingar til að halda …
Nýtt og ferskt!
Já hér er aldeilis komin ný siða sem allir geta glaðst yfir, enda fagur-Kermit-græn að lit. Þegar ég verð orðin eldri, stærri og vitrari læri ég kannski betur á þetta allt og get þá gert eitthvað ótrúlega flott hérna!