Merkilegur dagur í dag…..

… því Guðrún mín á afmæli. Hún er búin að vera vinkona mín síðan ég man eftir mér og mun auðvitað alltaf verða það. Enda er hún frábær manneskja og algjör hetja… til hamingju Gudda mín og njóttu kvöldsins 🙂
Þessi mynd af okkur var valin úr svona hundrað myndum sem kom til greina að setja hingað en sumar myndir af okkur eiga einfaldlega ekki heima á netinu og þarna erum við svo ungar og saklausar. Erum uppi í Akrafjalli að renna. Sumir þorðu reyndar eiginlega ekkert að renna sér, þetta er svo rosalegt fjall maður. Við erum með eins húfur þarna eins og glöggir lesendur sjá og þeir sem eru ekki litblindir sjá líka að þær eru reyndar í sitthvorum litnum. Við áttum eiginlega alltaf einhver eins föt, erum nefnilega með svo góðan smekk 😉
snjothoturb.jpg