Ég byrjaði fáránlega snemma að kaupa jólagjafirnar í ár, sá fram á að vera búin að þessu öllu áður en desember kæmi. Fannst ég allavega vera búin með mjög mikið. Ég ákvað að gerast skipulögð áðan og skrifa niður stöðuna á þessu og þá kom í ljós að ég er bara búin að kaupa 9 jólagjafir af 23. Það er ekki einu sinni helmingur. Reyndar er ég svo búin að kaupa þrjár hálfar gjafir en það telst varla með. Svo á ég eftir að skrifa og senda jólakort til Ástralíu, Burundi og Ecuador og fresturinn væntanlega að renna út. Uppgötvun mín er semsagt að ég er eiginlega bara sein í jólaundirbúningi þrátt fyrir allt. Piff.