Sólarhringsviðsnúningur

Ég kenni prófunum í desember algjörlega um að hafa snúið sólarhringnum mínum svona illilega við. Nú nenni ég ekki lengur að vaka ein hálfa nóttina og sofa svo til hádegis. Vekjaraklukkan var þess vegna látin öskra á mig eldsnemma og einhvern veginn tókst mér að vakna. Til að halda mér vakandi er ég búin að setja í húsmóðurgírinn… búa um rúm, taka til og rífa seríur úr gluggum. Ef mér gengur illa að vaka í fyrramálið fer ég kannski að labba um bæinn og bjóða hjálp við húsþrif. Eða bara slappa af. Ég sé til 😉