Þið eruð á réttum stað…

Smá breytingar hafa átt sér stað á þessari síðu, var ekki alveg sátt með hitt útlitið. Ég er ennþá í jólafríi og næstu jól nálgast hratt 😉 En þetta er að taka enda, ég byrja í skólanum á miðvikudaginn.

Síðasta einkunnin kom loksins, ég beið eftir að fá verstu einkunn annarinnar en fékk bestu einkunn annarinnar. Ég hef greinilega enga hæfileika til að giska á hvernig mér gengur í prófum. Á heildina er ég bara mjög ánægð með þessa fyrstu mastersnáms-önn, hún var algjör geðveiki en endaði í áttum og einni níu. Það sem er samt merkilegast af öllu er að LÁN álögin virðast ekki hafa elt mig í masterinn. Það hefur verið vesen með LÁN í hvert einasta skipti sem ég á að fá greiðslu frá þeim.. ég týnist í kerfinu, gleymist, einhver starfsmaður gerir vitleysu. En núna var þetta greinilega hraðafgreiðsla og engin vandamál – ennþá.
Ég kom mér loksins í að setja myndir inn á myndasíðuna mína. Það er tengill á hana hérna til vinstri. Hún er læst en ef þið viljið skoða, þá endilega skiljið eftir email hérna í kommentum eða spyrjið mig bara á msn eða með sms… eða í gegnum einhverjar aðrar skammstafanir eða tækniundur sem ykkur dettur í hug!

7 replies on “Þið eruð á réttum stað…”

 1. Nýja útlitið er mjög flott! Það ruglar samt svolítið einfeldninga eins og mig að allir tenglar skuli vera komnir vinstra megin allt í einu… virkar svo öfugt eitthvað, en það venst 😉

  Til hamingju með allar fínu einkunnirnar! 🙂 Ef þú ert undanskilin, þá kom árangurinn engum á óvart 🙂

  Ég er búinn að vera að hugsa málið svolítið… ég held að ég vilji fá shake-inn minn með súkkulaðibragði 😉

 2. Líst ljómandi vel á breytingarnar hjá þér Var að setja myndir inn á Moggabloggið mitt, myndirnar úr æsku … þessar sem þú sendir mér.
  Ég vildi gjarnan fá að kíkja stundum á myndirnar þínar ef þú vilt leyfa mér það (gurri@mi.is).
  Knús og til hamingju með velgengni í prófum og hjá lánasjóðnum!!!

 3. til hamingju með flottu einkunnirnar þínar….og mér líst betur á þetta lúkk á síðunni…:) þar sem að nú get ég séð linkana þína….

 4. já skríið mitt! þetta er ég, og ég er að setja inn komment!!

  þú færðir nefninlega í tal að hætta að blogga ef ég færi ekki að skilja eftir smá komment, og það má alls ekki gerast, minn uppáhalds og eini sanni dagger!! 😀
  flott nýja útlitið á síðunni, ég sé líka linkana núna en sá þá ekki áður – veit ekki af hverju ??

  sendu mér eða segðu mér lykilorð að myndasíðunni sem allra allra allra fyrst 😀

  knús frá litla gleymna gafflinum 😉

 5. Til hamingju með þessar frábæru einkunnir enda áttu þær sko sannarlega skilið 🙂
  Þú mátt síðan endilega senda mér lykilorðið við tækifæri.

 6. veiii gaffalkomment 😀 Loksins, loksins! Fyrst Adda og Gudda sáu ekki linka tengi ég þetta vandamál við makka… Svona listrænt fólk er stundum svolítið öðruvísi 😉 Ég sendi ykkur að sjálfsögðu lykilorð 🙂

Comments are closed.