Smá breytingar hafa átt sér stað á þessari síðu, var ekki alveg sátt með hitt útlitið. Ég er ennþá í jólafríi og næstu jól nálgast hratt 😉 En þetta er að taka enda, ég byrja í skólanum á miðvikudaginn.
Síðasta einkunnin kom loksins, ég beið eftir að fá verstu einkunn annarinnar en fékk bestu einkunn annarinnar. Ég hef greinilega enga hæfileika til að giska á hvernig mér gengur í prófum. Á heildina er ég bara mjög ánægð með þessa fyrstu mastersnáms-önn, hún var algjör geðveiki en endaði í áttum og einni níu. Það sem er samt merkilegast af öllu er að LÁN álögin virðast ekki hafa elt mig í masterinn. Það hefur verið vesen með LÁN í hvert einasta skipti sem ég á að fá greiðslu frá þeim.. ég týnist í kerfinu, gleymist, einhver starfsmaður gerir vitleysu. En núna var þetta greinilega hraðafgreiðsla og engin vandamál – ennþá.
Ég kom mér loksins í að setja myndir inn á myndasíðuna mína. Það er tengill á hana hérna til vinstri. Hún er læst en ef þið viljið skoða, þá endilega skiljið eftir email hérna í kommentum eða spyrjið mig bara á msn eða með sms… eða í gegnum einhverjar aðrar skammstafanir eða tækniundur sem ykkur dettur í hug!