Óli er voðalega stoltur að vera kominn með gleraugu og er að þróa allskonar tækni í þessu nýja hlutverki sínu. Á tíma áðan var hann mjög gáfulegur og geymdi gleraugun svona þegar hann þurfti ekki að nota þau. Óli er semsagt ekki svona loðinn í andlitinu.
Monthly Archives: febrúar 2007
Bleik í einn dag
Þessi helgi sem er nú liðin fór mest í að ákveða hvort ég væri að fá flensuna sem Lísmundur minn og fleiri eru búnir að vera með eða ekki. Lísmundur kúrði nefnilega hjá mér þegar flensan var í hámarki, það var áhugavert að ýmsu leyti 😉 en alltaf gaman. Þessi flensubyrjun lýsti sér í ofurþreytu …
Elsku fólk
Einn nuddtími getur bjargað deginum, vikunni og jafnvel lífshamingju manns, það er nokkuð ljóst! Ég sé fram á bjartari tíma þar sem ég get aftur byrjað að lesa með athygli í meira en fimm mínútur og jafnvel sofið á nóttunni 😉 Sú staðreynd að hálsinn á mér þarf að bera haus er núna eitthvað sem …
Habbasvona
Þorrablótsmyndir komnar inn!
Huggy, Huggy cool
Ég er eitthvað svo ótrúlega upptekin þessa dagana, biðst auðmjúklega afsökunar á myndaleysi 😉 Hlýtur að takast á endanum hjá mér. Hugrún er alltaf jafn svöl, vona að sem flestir taki sér hana til fyrirmyndar!
Þjóðfræðingur…
… á laugardaginn sá ég þetta orð í fyrsta skipti á prenti við hliðina á nafninu mínu. Lúmskt gaman! Aðeins öðruvísi en að vera „BA í þjóðfræði“ sko 😉 Staðurinn var Fréttablaðið, úúúú hvað maður er orðinn frægur 😉 Ég held annars að ég verði að fara til læknis og fá einhverjar lærdómstöflur. Ég hef …