Elsku fólk

Einn nuddtími getur bjargað deginum, vikunni og jafnvel lífshamingju manns, það er nokkuð ljóst! Ég sé fram á bjartari tíma þar sem ég get aftur byrjað að lesa með athygli í meira en fimm mínútur og jafnvel sofið á nóttunni 😉 Sú staðreynd að hálsinn á mér þarf að bera haus er núna eitthvað sem er auðveldara að díla við en undanfarið. Skemmir heldur ekki fyrir að hitta eðalvinkonu og taka eitt kvöld í að segja reglulega „geeeeevuuuuuuð var ég búin að segja þér“… og éta svo eins mikið nammi og maður getur. Ahhhh lífið er yndislegt.

Hugg dagsins (mánaðarins miðað við bloggafköst mín) fær forkí minn fyrir að lenda í svæsnasta naglauppábretti sem ég hef séð lengi. Áts :*

4 replies on “Elsku fólk”

 1. Hæ krúttípúttí!
  Mamma reddaði sér bílfari (leigði bíl og Gummi bróðir keyrir), náði nefnilega ekki í hana fyrr en í dag. Hún hefði sko þegið boðið frá þér annars. Takk snúllan mín.
  Ertu búin að kíkja á Skrúðgarðinn?
  Knús!!!

 2. hæ sæta, ætlar þú ekki að mæta í international student asessment programme partý í Brjóstabrekkunni á laugardaginn!?!

 3. Ókei gott að vita að þetta reddaðist en hljómar samt frekar mikið mál að leigja bíl :O Hefði verið svo lítið mál fyrir hana að sitja í hjá mér 🙂 Ég er ekki enn búin að kíkja í Skrúðgarðinn en vonandi bæti ég úr því um helgina 🙂 M&P voru allavega mjög ánægð með þetta!
  Úúúú Cilia Brjóstabrekkan heillar 😀 ætla að sjá hvort ég komist

 4. takk fyrir hugg dagsins (mánaðarins) – ekki veitti af, hehe 😀 naglargreyið fékk bráðameðferð og var snoðklippt 😉

Comments are closed.