Ótrúleg viðbrögð!

Ég gat ekki látið Gurrí mína horfa upp á það að strætókökuna hennar vantaði á kökusíðuna. Ég setti inn 6 nýjar kökumyndir síðan í sumar en það vantar samt tvær nýjustu kökurnar, þið verðið bara að bíða spennt 😉

Ég verð aftur að lýsa yfir ánægju með haustið… myrkur og temmilegur kuldi er bara svo miklu skárra en endalaus birta og hiti! Á tilefni af því er hér mynd af okkur ömmu í haustgöngutúr í kringum húsið á Furugrundinni 😉 Fyrir svona… 20 árum! Jemundur minn….

egogamma.jpg

5 replies on “Ótrúleg viðbrögð!”

  1. Ég fékk alveg sting í hjartað við að sjá ömmu þína á myndinni með þér. Hún var svo stór og yndislegur hluti af æsku minni. 🙂 Frábær manneskja, eins og mamma þín.

  2. æ, en frábært að sjá nýjar færslur hér 🙂 og yndislegt að sjá þessa mynd af ykkur ömmu, fékk líka sting í hjartað og alveg tvöfaldann af því mér þykir svoooo vænt um hana litlu systur mína 😉

  3. gaman að sjá eina svona gamla mynd… svona nákvæmlega man ég eftir ömmu þinni…:)

    ….eitt sem ég tók þó eftir… og það eru þessir geysi fallegu kuldaskór sem þú skartar þarna…:) það væri gaman að eiga eina svona í dag…:)

Comments are closed.