Jólafréttir

Miklar gleðifréttir síðan síðast! Systir mín elskuleg skrapp til löndöönnhhh og kom heim með eitt stykki jólakjól handa mér. Ég var byrjuð að sauma saman þrjá svarta ruslapoka sem ég ætlaði að láta duga en nú mun ég vera eins fögur og hvalur getur mögulega verið! Kjóllinn smellpassar á alla kanta og er þeim hæfileikum búinn að geta stækkað endalaust á einum stað. Ekkert vesen með „í kjólinn fyrir jólin“ hérna*, ég dunda mér bara við að borða og reyni að nýta allt þetta pláss sem best. Wunderbar!

Af þessu tilefni er ég byrjuð að hlakka sjúklega til jólanna og af einhverjum ástæðum virðist ég alltaf hugsa mest um mat. Það er ekkert nýtt… Ég er búin að halda ræðu yfir Daða um hverja einustu hefð sem fer fram á heimili mínu yfir jólin og minna hann á að ég er bæði mjög vanaföst og þjóðfræðingur svo hann skuli passa sig að mótmæla engu og taka glaður þátt í þeim öllum. Hann hefur auðvitað ekkert á móti öllum matnum (nema kannski skötunni en það eru nú alltaf pylsur líka ;)) og það gekk ágætlega að undirbúa hann fyrir allt hitt. Ég passaði mig að muna eftir öllum smáatriðum svo ekkert gæti komið HONUM á óvart og sett MIG úr jafnvægi. Ég er svo hugulsöm… 😀

mmmmmm…….. (og það er bannað að kommenta á að reykt kjöt sé ekki sniðugt og blablabla ;))

img_2345.JPG

*ekki eins og ég hafi einhvern tíma lagt mig fram í þeim málum… kaupi einfaldlega bara eitthvað sem ég passa í rétt fyrir jól 😉

10 replies on “Jólafréttir”

 1. við getum farið að föndra og suma jólakrosssaum saman svona bráðlega…:)

  þú ert sko ekkert eins og hvalur…og þú verður það ekkert….þú ert svo sæt og fín með bumbu… hún ferð þér svo vel og þú ljómar öll….:)

 2. mig dreymdi þig ótrúleg mikið í nótt…:) við sátum í svarta leðursófanum í holinu á furugrundinni og þú varst að fela blóm inná baði sem mamma þín mátti ekki sjá… og varst alveg kaz-ólétt…:) og við vorum að undirbúa komu barnsins…. jám…sumir eru mjög spenntir…:)

  btw….þá er ég með buxur handa þér sem eru þæginlegastar í heimi…og fínar…:) ég bíð bara eftir að þú komir í heimsókn til að fá þær…:) (ég er að lokka þig til mín…:))

 3. úúúú þægilegar buxur hljóma veeel 😀

  Dreymdi þig ekkert kynið á barninu? Ég er orðin pínu forvitin sko, treysti á að þig dreymi það bara 😉 Hmmm hvað þýðir að ég var að fela blóm… er það ekki meira svona stelpulegt? 😉

 4. dííí….Dabba mín…mig dreymdi þig aftur í nótt…. þú varst að fela eitthvað…man samt ekki hvað…

  hvað hefuru eiginlega að fela?? híhí…:)

 5. Hahah 😀 Það er spurning.. ég hlýt að hafa eitthvað að fela… á bara eftir að komast að því sjálf! Kannski vorum við bara búnar að búa til nýjan leik? Ekki ólíklegt 😉 Þú verður bara að halda áfram næstu nætur með þessa drauma.. og helst að leggja þig líka yfir daginn, ég þarf að fá þetta á hreint! 🙂
  Settur dagur er 13. febrúar, var samt að spá í að segja bara 12. því mér fannst 13 svo ljót tala 😀 Þá hefði ég verið að fela dagsetninguna en nú er ég búin að opinbera hana… 😉

 6. hahahaha!!! jæja dabba mín! þetta er komið!

  svona eins og síðastliðnar nætur, þá dreymdi mig þig aftur síðustu nótt…. veit ekki alveg hvað er í gangi hérna… en allavega, þá dreymdi mig að þú værir að eiga barnið… og þegar þú varst búin að unga út barninu stóð alltíeinu barnið upp og var orðið svona 18 mánaða sirka, ekkert smá stórt nýfætt barn! og barnið settist á eitthvað þríhjól þarna og hjólaði útum allt, en hélt alltaf með annari höndinni í þig.
  þú fékkst semsagt strák í þetta skiptið…:) stórann strák sem gat bara hjólað um leið og hann fæddist!

 7. Vona að skötuboðið sé komið upp í vana hjá mútter! Þetta var alveg dásamlegt síðast. Hlakka til að sjá þig, elskan, gaman að rekast á ykkur í bókabúðinni um daginn.

 8. Ég reyni að miða við 17. feb 😉 En ég er ekki alveg sátt við að barnið sé 18 mánaða strax! held það gæti orðið pínu erfitt 😉
  Og já, skötuboðið er pottþétt orðin hefð sko 🙂

Comments are closed.