Klíkustarfsemi Daggz

Já það var mikið plottað í gær enda sneri stórvinur minn og klíkufélagi Alz aftur til landsins í fyrradag eftir 8 mánaða útlegð! Mikil hátíð var haldin enda ekki á hverjum degi sem svona atburðir eiga sér stað. Fyrst héldum við fund í Skerjagarði um mikilvæg málefni sem þið fáið bara ekkert að vita um og svo hlóð hann á mig gjöfum en eins og allir vita er það skilyrði fyrir að koma í heimsókn til mín. Allir velkomnir! Á fyrsta lagi gaf hann mér Maltesers enda er fátt sem getur toppað það. Minnir mig alltaf pínu á Akraborgarferðirnar því ég splæsti alltaf í Malteserspoka til að borða eitthvað gott sem síðustu máltíðina. Á öðru lagi gaf hann mér bók sem heitir The baby owner’s manual. Ég veit ekki hvort hann var með þessu að lýsa yfir miklu vantrausti á mig eða reyna að hjálpa mér, það er spurning. Þetta er hins vegar eina svona bókin sem ég myndi mögulega nenna að lesa þar sem hún er sett upp á nógu fyndinn hátt og það er talað um barnið eins og bíl… þetta er svona almenn umhirða og viðhald sem getur komið sér vel að lesa um 😉 Á þriðja lagi gaf hann mér svo ofurgaldrastein með súperkrafta, liggaliggalái.

Við fórum svo beint í undirheima Reykjavíkur og ráfuðum þar um. Ákváðum að skoða hvernig ástandið væri á Indókína enda er það mikilvægur staður. Allt reyndist stöðugt þar, engir pappakassar sjáanlegir þó forsíða DV hafi hótað því að staðurinn væri að flytja fyrir tveimur árum. Við gátum því borðað í rólegheitunum og staðurinn var enn þarna þegar við fórum. Og verður væntanlega næstu áratugina ef þetta heldur svona áfram.  Ég keypti svo sjö sjeika í ísbúðinni í Skeifunni.

Aftur var farið í Skerjagarð og hafist handa við mikla rannsóknarvinnu…. sem endaði á þann stórkostlega hátt að ef allt gengur upp fæ ég loksins hlut í hendurnar eftir um það bil viku sem mig er búið að dreyma um lengi lengi lengi. Er reyndar svolítið mörgum þúsundköllum fátækari en það er vel þess virði. Spennandi, ekki satt?

Á kvöld erum við Daði að fara fínt út að borða. Ég var að spá í hvort einhver nennti að passa Umba á meðan? Mig langar svo að geta borðað og borðað en af einhverjum ástæðum verð ég alltaf strax södd 😉 Endilega einhver að bjóða sig fram!

4 replies on “Klíkustarfsemi Daggz”

 1. hahahaha baby´s owner manual!

  AF hverju gaf mér enginn svoleiðis fyrir 6 árum síðan!

  ef ég vissi hver eða hvað Umbi væri þá myndi ég bjóðast til að passa.
  get passað allt!

  nema að Visa reikningurinn minn verði ekki ofur. 🙂

 2. ég tek því sem að Umbi sé bumbi mínus B 🙂 ég skal passa í smá stund…það er alltaf gaman að hafa bumbu í svona sirka einn dag….en svo er maður orðinn þreyttur…:)

 3. hahah jebb, umbi er umrætt barn, víst frekar erfitt að koma því í pössun strax.. EN ég held að þetta hafi samt virkað því ég gat borðað hellings helling 😉 Takk 😀
  En já, manualinn er snilld, nú getur ekkert klúðrast 😉

 4. Þetta var náttúrulega allt svo háleynilegt að ég get engan veginn tjáð mig um það 😉 En ég get samt notað tækifærið og þakkað kærlega fyrir kvöldið! 😀

  Vonandi á eigandahandbókin eftir að koma sér vel. Það er í raun að ótrúlega mörgu að huga þegar kemur t.d. að eldsneyti á barnið, svo ekki sé nú minnst á það hvenær maður eigi að fara í ástandsskoðun með barnið 😉

Comments are closed.