undur og stórmerki

Mér hefur hér með tekist að gera nettenginguna virka. Sem þýðir að nú mun ég væntanlega reyna að skríða aftur að einhverju leyti inn í netheima, rækta heimasíður, rifja upp hvað msn er og svo framvegis. Þetta er búið að kosta margar erfiðar orrustur við snúrur, illa innrætt tæki og geispandi starfsmenn Símans. Sigur er í höfn. Svona lítur annars 8 mánaða umbabumba út.

umbabumba.jpg

6 replies on “undur og stórmerki”

  1. úff já þetta styttist alveg svakalega 🙂 kannski ágætt þar sem maður er orðinn frekar þreyttur!
    Ég sá að þú varst að hringja um daginn Gudda mín en ég var í skoðun og sónar oooog lasin svo ég einangraðist aðeins frá símanum og skreið undir sæng 😉 Missti auðvitað af þvílíkum fjölda af símtölum á meðan sem ég er ekki búin að ná að vinna upp 😉 En ég er öll að hressast núna – vona ég 🙂

  2. takk fyrir okkur mín kæra… þú er alveg prýðis gestgjafi…. við komum aftur áður en þú veist af….:) um leið og barnið kemur…:)
    Nína ætlar allavega að koma aftur….því að hún sagði að hún ætlar að sækja kubbana sem hún skildi eftir…og setja þá aftur í vasann….:) algjör skrudda…
    hafðu það gott…

Comments are closed.