Mánaðarskipt færslusafn fyrir: febrúar 2008

Nýtt líf

Það er eiginlega ómögulegt að reyna að lýsa síðustu viku nema að skrifa heila bók – og ég hef ekki alveg tíma í það núna 😉 Litli strákurinn minn er að sjálfsögðu það fallegasta sem ég hef séð og var svo góður að skella sér bara í heiminn viku fyrir settan dag svo ég þurfti ekki að bíða eftir honum. Við vorum að koma heim úr fimm daga dekri á fæðingardeildinni og það liggur við að maður sakni þess að vera þar, allt starfsfólkið er svo gott. En auðvitað er líka gott að koma heim!

Ég er búin að setja fullt af myndum inn á síðuna hans – umbi.barnaland.is – og þar segi ég væntanlega nánar frá þessu öllu fyrir þá sem hafa áhuga 😉 Er að vinna í að laga þetta til og senda aðgangsorðið á þá sem hafa beðið um það. Örfáar myndir fyrir þá sem eru að bíða:

Nýfæddur.. hann er sko með vaff á enninu alveg eins og ég var með 😉

umbifaeddur-028.jpg

Glaðvakandi – 3 daga gamall

umbifaeddur-191.jpg

Komin heim! Á dag… 🙂

umbifaeddur-254.jpg

Takk fyrir allar kveðjurnar í smsum og hérna, ég hef ekki alveg undan að senda til baka 🙂

Gleðilegan bolludag!

bollur.jpg

Já mamma bakaði svona „smá“ af bollum í gær svo bolludagurinn var augljóslega tekinn út þá 😉

Nú renna flestir dagar saman í eitt og ekki mikið gert nema að bíða, það verður ágætt þegar einhvers konar rútína verður komin í gang en það veltur víst allt á einhverju sem ég hef enga stjórn á.

Þegar eitthvað gerist og ég verð orðin nógu öflug til að henda inn myndum og einhverju skemmtilegu verður það væntanlega sett á síðuna sem hingað til hefur verið mjög svo falin – umbi.barnaland.is. Við skulum sjá hvernig mér gengur að halda henni uppi – ég reyni allavega! En ég hverf að sjálfsögðu ekki héðan, get ekki hætt héðan af að vera trufluð!  Til að fá aðgang að síðunni er hægt að senda mér póst (dagbjog@hi.is, daggerbrown@gmail.com) eða einfaldlega tala við mig.

Að lokum óska ég Óla Gneista til hamingju með afmælið – það gengur ekki alveg nógu vel með afmælisgjöfina!