Nýtt líf

Það er eiginlega ómögulegt að reyna að lýsa síðustu viku nema að skrifa heila bók – og ég hef ekki alveg tíma í það núna 😉 Litli strákurinn minn er að sjálfsögðu það fallegasta sem ég hef séð og var svo góður að skella sér bara í heiminn viku fyrir settan dag svo ég þurfti ekki að bíða eftir honum. Við vorum að koma heim úr fimm daga dekri á fæðingardeildinni og það liggur við að maður sakni þess að vera þar, allt starfsfólkið er svo gott. En auðvitað er líka gott að koma heim!

Ég er búin að setja fullt af myndum inn á síðuna hans – umbi.barnaland.is – og þar segi ég væntanlega nánar frá þessu öllu fyrir þá sem hafa áhuga 😉 Er að vinna í að laga þetta til og senda aðgangsorðið á þá sem hafa beðið um það. Örfáar myndir fyrir þá sem eru að bíða:

Nýfæddur.. hann er sko með vaff á enninu alveg eins og ég var með 😉

umbifaeddur-028.jpg

Glaðvakandi – 3 daga gamall

umbifaeddur-191.jpg

Komin heim! Á dag… 🙂

umbifaeddur-254.jpg

Takk fyrir allar kveðjurnar í smsum og hérna, ég hef ekki alveg undan að senda til baka 🙂

Join the Conversation

 1. Avatar
 2. Avatar
 3. Avatar
 4. Avatar
 5. Avatar
 6. Avatar

15 Comments

 1. Hann er æðislegur 🙂 Mig langar ekkert smá mikið til þess að knúsa hann 🙂 Til hamingju með þetta fallega barn 🙂

 2. Ég fæ bara tár í augun yfir þessari dúllu. Börn eru nú alveg yndisleg, hlakka til að kíkja á hann við tækifæri vonandi með Lilju. Innilegar hamingjuóskir enn og aftur.

 3. Til hamingju með prinsinn, hann er algjör dúlla. Kannski ég geti komið og kíkt á hann með Maríu og Lilju.

 4. Til hamingju með litla drenginn þinn, hann er auðvitað ofsalega fallegur. Gangi ykkur vel og njótið tímans þetta er best í heimi 🙂
  Kv Rakel þjóðfr.

 5. Elsku dúllan mín. Innilega til hamingju með þennan yndislega strák!!! Hef lítið fylgst með bloggi undanfarið vegna mikilla anna, sorrí!
  Væri svo sannarlega til í að fá lykilorðið og slóðina á barnalandi. gurri@mi.is eða kannski bara nýja netfangið gurrihar@gmail.com.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *