Nafnamartröð

Dreymdi í morgun að ég hefði óvart sagt vitlaust nafn í skírninni. Þetta voru tvö nöfn, bæði frekar ljót og pössuðu vægast sagt ömurlega saman. Ég er búin að gleyma seinna nafninu en fyrra nafnið var Friðsteinn. Sætt. Var að reyna að hringja í prestinn því ég vildi reyna að stoppa þetta sem allra fyrst (hafði af einhverjum ástæðum ekki „fattað“ vitleysuna í athöfninni sjálfri… aha…). Auðvitað var eins og ég hefði aldrei notað síma áður, hitti ekki á takkana, gerði vitlaust númer og svo svaraði enginn. Og barnið hét Friðsteinn Xxxxxx. Þegar ég vaknaði við að „Friðsteinn“ var farinn að láta heyra í sér fannst mér ennþá að ég yrði að hringja í einhvern til að leiðrétta þetta. Eins gott að ég hringdi ekki hálfsofandi í þjóðskrá og heimtaði nafnabreytingu. Það getur verið erfitt að vera nafnanörd.

3 replies on “Nafnamartröð”

  1. Friðsteinn. Fyndið. Á morgun dreymdi mig að ég hefði gleymt að kaupa jólagjöf handa Eygló og Önnu systur, þetta var aðfangadagskvöld og ég var að reyna að pakka þeim fáu gjöfum sem ég hafði yfirhöfuð keypt. Voðalegt alveg. Annars er mig að dreyma mikið af eftirminnilegum draumum undanfarið og finnst eins og allir séu að segja mér draumana sína.

  2. hehe… Guðmundur Hrafnkell Friðsteinn Daðason…. nú verður hann alltaf kallaður Friðsteinn…:)

  3. Já þetta er yndisfagurt nafn! Svo friðsælt og traust 😉 Svona jólagjafadraumar eru alveg týpískir, alveg eins tilfinning og þegar maður kann ekkert á símann og allt er að falla á tíma! Úff…. svindl að vakna þreyttur því það er svo mikið vesen í draumunum manns 😉

Comments are closed.