Ferskt

Nú segja allir bloggarar að facebook taki allan þeirra tíma. Ég get víst ekki skýlt mér á bak við þá afsökun því þó ég kíki reglulega þangað inn er mér alltaf farið að leiðast eftir nokkrar mínútur. Ég hef aldrei reynt að neita því að ég er bara léleg í að uppfæra þessa síðu og það ætti að vera farið að síast inn í þá sem þekkja mig 😉 Það er reyndar frekar skrýtið því mér finnst fátt skemmtilegra en að skrifa.

Ég er að hugsa hvað ég eigi að gera við þessa síðu því mér finnst ekkert ömurlegra en yfirgefnar bloggsíður sem sýna sömu færsluna endalaust. Þá er betra að láta þær bara hverfa fyrir fullt og allt. Það er þrennt í stöðunni í þessu grafalvarlega máli. Ég hallast mest að einum möguleikanum en hann býður einmitt upp á skrif og eitt af þessu FÁA sem er enn skemmtilegra en skrif… að grúska í gömlum og nýjum ljósmyndum. Myndir segja meira en þúsund orð, það vita auðvitað allir 🙂 Þessi möguleiki snýst semsagt um að endurvekja síðuna með ferskum blæ, svona ný síða eins og nýju bankarnir og nýja Ásland – nema bara betri 😉 Hinir möguleikarnir eru að eyða þessari síðu eða láta hana halda áfram að hanga í sama farinu út í hið óendanlega.

Þetta er spennandi….!