Skýjum ofar

Þessa mynd tók ég út um flugvélarglugga í maí 2004. Síðan þá hef ég ekki farið frá Áslandinu ástkæra. Ég hef aldrei á ævinni farið til sólarlanda, aldrei farið í verslunarferð, aldrei í borgarferð… Ég hef tvisvar komið til Danmerkur og um leið keyrt til Þýskalands – og þar með er það upptalið! Nú eru að verða fimm ár síðan en þegar ég hugsa um augnablikið þegar flugvélin var að keyra af stað eftir flugbrautinni og ég vissi að ég gæti ekki hætt við – þá finnst mér það hafa gerst fyrir viku! Ég er svo sjúklega flughrædd að það hefur mikil áhrif á það hvað ég ákveð að gera og hvað ég ákveð að gera ekki. Á þessum fimm árum hafa oft komið upp hugmyndir um utanlandsferðir sem ég hef stoppað af því ég þori ekki að fljúga.

Ég skil ekki hvernig svona hlutur helst uppi í loftinu. Ég skil ekki hvernig manneskjur geta stjórnað svona stórum hlut og látið hann fljúga. Ég vil geta stjórnað sjálf og ég vil skilja hvað er að gerast, ég vil geta staðið upp og labbað út þegar ég vil – ekki góð hugmynd reyndar! Mig langar að skoða svo margt og upplifa það að koma til ýmissa staða.

Fyrir 7 mánuðum pantaði ég mér leikhúsmiða í London – á sýningu sem er í byrjun maí. Það var svo langt í burtu að ég gat ýtt til hliðar þeirri staðreynd að ég get víst ekki labbað þangað. Nú er komið að því að ákveða…. Ég á leikhúsmiða, ég hef góða pössun fyrir aðalmanneskjuna, mig langar að sjá London, ég á nú alveg inni að fá að minnsta kosti að koma inn í eina HM búð, verandi kvenmaður og allt það 😉 En ég get ekki bókað flugið á netinu af því að ÉG skil ekki hvernig maður flýgur flugvél. Er ekki bara kominn tími á að hætta að láta svona og drífa sig í eina helgarferð?

10 replies on “Skýjum ofar”

 1. Heyrðu, það er til prógramm fyrir fólk eins og þig.. Þegar ég flaug til DK síðasta haust sat ég við hliðina á stelpu sem var líka alveg skíthrædd við að fljúga og talaði um nákvæmlega sömu hluti og þú (þetta með að skilja ekki hvernig risastórt málmflykki geti flogið og fleira í þeim dúr) og þá kom afskaplega næs flugfreyja og sagði henni að flugleiðir byðu upp á n.k. námskeið þar sem flughrætt fólk fær fræðslu um nákvæmlega hvernig flugvél getur flogið þótt hún sé fáránlega feit og þung og eitthvað fleira sniðugt.. (Fann þetta með Google: http://www.salfraedistodin.is/flughraedlsa.htm)

  Það er ömurlegt að vera óstjórnlega hrædd við eitthvað (hjá mér eru t.d. tannlæknar, trúðar og háir staðir ekkert sérstaklega vinsælir) og um að gera að reyna að gera eitthvað í málunum þótt það sé alls ekkert auðvelt.. en svona námskeið gæti kannski hjálpað og gert það auðveldara fyrir þig að komast í eins og eina H&M búð 🙂

 2. Úúú hljómar vel! Takk fyrir þetta Súsanna 😀 Ég ætla að skoða þetta, alveg óþoland hvað þetta hefur mikil áhrif…

 3. Auðvitað manar þú þig upp í að fara;) London er æði
  Ég hef heyrt góðar sögur af svokölluðum flughræðslunámskeiðum, þú ættir að tékka á því svo þú getir farið að kíkja aðeins betur á heiminn. Um að gera að fá líka að fara frammí og sjá aðeins hvernig þetta virkar, ef það er ennþá hægt. Góð hugmynd líka að taka nokkra tíma eða taka sóló eða einkaflugmanninn og sjá að þú getur flogið flugvél sjálf;) Ef ekkert af þessi virkar þá er bara að fá róandi hjá lækni og sofa alla leiðina í vélinni;) Annars get ég sagt þér það að þessir flugmenn eru rosa ábyrgar og klárar manneskjur;)
  Jæja ég er aldeilis búin að henda í þig góðum ráðum og nú ætlast ég til að lesa færslu fljótlega þar sem kemur fram að þú ætlir að skella þér!!:) Ég veit að flughræðsla er ekkert grín but you can do it! Hvaða leikrit er þetta sem þú átt miða á?

 4. Ég þakka fyrir öll pepp og ráð, þau eru vel þegin 😀 Á†tla að lesa þennan flugvélafróðleik og taka svo auðvitað við því að stjórna vélinni á leiðinni út 😉
  Já Fjóla heldurðu að Rúnar sé ekki til í að koma og skutla mér til London? Myndi líða betur að vita hver væri að fljúga sko 😉
  Leikritið er Madame de Sade sem er víst hræðilega leiðinlegt og þungt en Judi Dench leikur í því og ég er sjúklegur aðdáandi hennar, mér er sama hversu ömurlegt leikritið er svo lengi sem ég fæ að sjá hana á sviði 😉

 5. Jú ekki málið Rúnar skutlar þér bara;) Er einmitt nýbúin að sjá á dvd „Notes on a scandal“ með Dame Judi Dench og hún er Á†ÁISLEG í henni! vonandi að þú náir að nýta þér þessa miða og láta óskina rætast að sjá hana á sviði!

 6. Haha já það er snilldarmynd 🙂 Ég er sko búin að PANTA flug (anda inn, anda út) 😀

Comments are closed.