Prúðar

Mikið erum við Lísa nú saklausar þarna… það mætti halda að við hefðum aldrei gert neitt af okkur 😉 Þegar ég á að vera að læra fer ég stundum að grúska í myndasafninu mínu. Á tímabili var helsta listgrein okkar Cookie að taka sjálfsmyndir. Ég gæti örugglega gefið út nokkur bindi af sjálfsmyndabókum um okkur, það myndi væntanlega rokseljast.

Það væri að minnsta kosti stuð að safna myndunum öllum í eina möppu og athuga hvað þær eru margar. Ég skal láta ykkur vita þegar ég kemst að niðurstöðu. Já… og ég skal líka láta ykkur vita ef mér tekst einhvern tímann að skrifa þessa ritgerð, verandi svona upptekin að skoða myndir af sjálfri mér.

One reply on “Prúðar”

 1. hehehehehe plz ekki gefa út þá bók;) ég skal alveg fá þannig bók í gjöf hins vegar;)

  en já óttarlega sakleisilegar yngismær á þessari mynd hehe:D
  ég er alveg svakalega sein í því að take eftir þessari mynd.. er búin að vera alltof lengi frá tölfu þessar vikurnar:S
  brilliant capture hins vegar:D
  hvenær, hvar og afhverju??
  mitt gisk er.. í sófanum á stúdentagörðunum, útstöffaðar af doritos, kúlusúkki og coke.. eftir að horfa á bráðavaktina… …. …… eða er þetta nyrra;)

Comments are closed.