Hildur Björk systurdóttir mín var fermd í gær. Undirbúningur í kringum fermingu er merkilegt fyrirbæri. Ég hef ekki upplifað þann undirbúning svona nálægt mér síðan ég sjálf var fermd og það er nú eiginlega ekki tekið með. Mér finnst þetta svolítið eins og það hafi verið ýtt á pásu í dálítinn tíma og í þessari pásu var athygli allra nánustu ættingja og vina Hildar á því að gera daginn sem eftirminnilegastan fyrir hana. Þegar allt er afstaðið og hversdagsleikanum er aftur ýtt af stað er Hildur allt í einu orðin svo miklu stærri en hún var! ;)Â Það er þroskandi að fá að taka þátt í að undirbúa sína eigin veislu, að skipuleggja, velja og hafna, segja sínar skoðanir og vera miðpunktur athyglinnar. Á fermingardeginum sínum var hún bæði falleg og frábær, brosandi og kát (með sitt nýja teinalausa bros :)), söng fyrir gestina sína og naut dagsins í botn. Jú jú hverjum þykir sinn fugl fagur… en minn er bara svo rosalega sætur 🙂