Fyrir rúmum 12 árum var ég svo heppin að kynnast þremur af mínum allra bestu vinkonum þegar ég hóf nám í þjóðfræðinni. Nú er ég búin að kveðja eina þeirra, Maríu, í síðasta sinn. Það er ólýsanlega sárt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta hana aftur. Sumar manneskjur …
Author Archives: Dagbjört Guðmundsdóttir
Árleysi alda
Það er auðvitað sígilt að gera bóka-óskalista fyrir jólin. Svona eftir að hafa grúskað í bókunum hér og þar… í gamla daga bara í bókabúðum, en núna ekki síður þegar maður skreppur út í Bónus að kaupa mjólk. Allsstaðar bækur. Ég fer samt óvenjulega oft í bókabúðir í desember, svona til að kynnast bókunum aðeins …
Aðventa
Sú tillaga var samþykkt einróma af sjálfri mér að framlengja aðventuna þetta árið og hófst hún í lok ágúst. Það er auðvitað alvitað að haustið er hin eina sanna árstíð og gleðin magnast svo smátt og smátt þangað til hún nær hámarki í desember. Frá ágústmánuði hef ég masterað word-skjal með jólagjafaskipulagi og nostrað við …
Memory Lane
Ég er safnari í eðli mínu, það hefur líklega ekki farið framhjá neinum sem kannast eitthvað við mig (enda safna ég líka voðalega kláru fólki í kringum mig). Ég er ennþá að koma sjálfri mér á óvart á þessu sviði, ótrúlegt en satt! Söfnunaráráttan felst kannski ekki endilega í því að eiga þessi týpísku söfn …
A golden star day
Ég fékk svolitla útrás fyrir áðurnefnda Skerjagarðsnostalgíu síðustu helgi. Ég brunaði í húsmæðraorlof í alveg hálfan dag, enginn smá lúxus maður 😉 Fyrst horfði ég á Katrínu vinna nokkra fótboltaleiki í Egilshöll og fékk svo systrastund með skrí-inu mínu. Við fórum í búðir eins og dömur eiga að gera en gleymdum reyndar að hugsa um …
Gaga úlala!
Ég elska október. Ég þreytist aldrei á að hrósa þessum fagra og hreina mánuði með ómþýða nafnið, ég skal með glöðu geði tala um október hvenær sem er. Ég hef þjáðst af nokkuð slæmu tilfelli af Skerjagarðssöknuði undanfarnar vikur, ég veit ekki af hverju en það gæti jafnvel verið haustið sem var jú alltaf skólatími. …
Úje!
Miðað við allan hasarinn á þessari síðu mætti halda að líf mitt snerist um að sitja á stól og horfa á hvítan vegg. Ástandið er sem betur fer ekki alveg svo slæmt en ég get ekki neitað því að á föstudagskvöldi ákvað ég að skora á sjálfa mig og athuga hvort ég myndi hvernig ætti …
Kitl í maga
Ég held að október líði alltaf hraðar en aðrir mánuðir, einhvern tíma mun ég sanna þetta vísindalega! Október er bestur að svo mörgu leyti, kvöldin verða alveg dimm, loftið er svo kalt og hreint, haustlitir og kósýheit ríkjandi og svo hljómar orðið október bara svo vel. Ég er farin að hlakka til jólanna. Það er …
Vík burt!
Ég mótmæli veikindum. Sérstaklega þegar maður þarf að skila stórri stórri stórri ritgerð eftir ekki svo marga daga. Mig grunaði reyndar H1N1 í fyrradag þegar Guðmundur veiktist, ýmislegt passaði. Hann byrjaði að fá smá nefrennsli og var svo allt í einu með háan hita, vældi og stundi af sársauka og gat varla haldið sjálfum sér …
Uppáhalds…
Ég á mér uppáhalds blogg. Ég var eiginlega að fatta það áðan. Ég les næstum aldrei blogg lengur enda nenna fáir að blogga. Ég áttaði mig bara á því að ég enda ítrekað inni á þessari síðu, þó ég ætli mér það ekkert sérstaklega. Og ég þekki manneskjuna nákvæmlega ekki neitt, hef ekki einu sinni …