Mastrið sokkið

Mastrið á Mávnum er sokkið!
Ég var að sjá þetta inná vopnafjordur.is og ég er hreinlega miður mín. Mávurinn var sumsé vöruflutingaskip sem sigldi í strand og sökk í Sandvík í Vopnafirði árið 1981. Mér fannst þetta mastur alltaf svolítið spooky og undarlegt til þess að hugsa að það væri heilt skip þarna ofan í sjónum. Öll áhöf skipsins bjargaðist samt. Það verður skrýtið að sjá fjöruna þarna án mastursins, en ætli það venjist ekki…