Gleraugnaglámar

Um daginn var ég í tíma í Skjalastjórn. Skyndilega fer ég að spá í hvað það séu margir þarna inni með gleraugu. Lít fyrst á Árnýju sem situr fyrir framan mig, hún er með gleraugu. Lít því næst á Jóhönnu kennara, með gleraugu. Lít til beggja hliða, þar sitja Halli og Hjördís, bæði með gleraugu. Horfi út eftir röðinni sem ég sit í, stærstur hluti með gleraugu. Lít aftur fyrir mig, þar sitja Danni og Inga Dögg, bæði með gleraugu. Horfi eftir öftustu röðinni og þar eru langflestir með gleraugu.
Ég hugsa að 80-90% bókasafns-og upplýsingafræðinema séu með gleraugu. Hef hug á að gera „vísindalega“ rannsókn á þessu. Finnst þetta hið dularfyllsta mál.