Lista-Bakkalárus

Jæja, þá er útskriftin afstaðin. Ég er sumsé komin með Baccalaureus Artium gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði. Eftir nokkra daga fæ ég svo leyfi frá Menntamálaráðuneytinu til að kalla mig bókasafns- og upplýsingafræðing (jibbý, enn eitt tilefni til að fagna). Útskriftardagurinn var góður. Athöfnin var hátíðleg, þó mér líði pínulítið eins og ég væri á færibandi. Veislan var fín, góð terta, fallegt freyðivín og skemmtilegt fólk. Takk allir sem glöddu mig á útskriftardaginn með heimsóknum, gjöfum og kveðjum 🙂

En núna er það bara „grár“ hversdagsleiki sem er tekinn við. Er þessa dagana aðallega að henda bókum í vinnunni, það er gott djobb (nú sýpur Óla frænka hveljur(hvað sem það nú þýðir)).

Jæja, best að fara að koma sér heim að skúra…haha!
Ykkar einlæg,
Eygló