Gærdagurinn

Gærdagurinn var bara aldeilis ágætur.
Vaknaði um níuleytið. Fékk mér morgunmat og las blöðin. Hékk svolítið í tölvunni. Tók til. Eftir hádegið fór ég í Svefn og heilsu og keypti mér „pils á rúmið“ (þið megið spyrja) og lak (vona að það sé betra en Rúmfatalagersdraslið) sem kostaði samanlagt 7500 kall þó þetta hafi verið á 25% afslætti! Svo pikkaði ég Hildi upp og við fórum á japanska menningarhátíð. Það var mjög gaman. Það var verið að sýna allskonar tengt japanskri menningu t.d. japanskar bókmenntir, skrautritun, tedrykkju, sumó-glímu, tónlist og mat. Ég smakkaði Sushi í fyrsta skitpi og fannst það gott. Smakkaði líka japönsk egg og japanskt nammi. Það var líka gott.
Í gærkvöldi horfði ég á Evróvisjón og hafði bara nokkuð gaman af, þó lögin hafi verið misgóð. Garðar Thor Cortes er mjög sexí…þangað til hann fer að tala. Hann ætti annaðhvort að þegja eða syngja. Mér fannst spurningakeppnin á undan nokkuð vel heppnuð. Tókst alveg að hafa hana létta og skemmtilega án þess að það væri of vandræðalegt.
Kvöldið endaði svo á því að við Óli spiluðum Krossgátuspilið í fyrsta skipti. Það var mjög skemmtilegt til að byrja með…á meðan við vorum ekki með tíma á því. Svo fannst okkur þetta ganga heldur hægt og náðum í tímamæli. Eftir það hækkaði blóðþrýstingurinn hjá mér upp úr öllu valdi. En ég mæli alveg með þessu spili. Fæst í Bónus á 600 kall.