Mig dreymir…

Af hverju er ég sífellt að heyra „ég dreymdi“ eða „ég dreymir“ þessa dagana. Ansi margir virðast vera farnir að þjást af nefnifallssýki. Og það fer meira í taugarnar á mér en þágufallssýki.

Ég gúgglaði þetta og það koma fleiri niðurstöður fyrir „ég dreymdi“ en „mér dreymdi“. En sem betur fer koma langflestar niðurstöður fyrir „mig dreymdi“. Heimurinn er sennilega ekki að farast.