Nóvember

Það er komin nóvember! Alltaf er maður jafnhissa á því að tíminn líði. Bráðum verða komin jól. Ég ætla að vera í Reykjavík þessi jól en á Vopnafirði um áramótin. Ég hlakka til að halda „eigin jól“ með Óla. Vera með tilraunaeldamennsku á rjúpum og raða pökkum undir jólatréð OKKAR 🙂 Og ég hlakka líka til að vera á Vopnafirði um áramótin, það hef ég ekkert gert síðan áramótin 1998-1999, í 8 ár sumsé sem er laaaangur tími. Amma og afi eiga svo gullbrúðkaup 29. desember.

Það er kominn mikill jólahugur í mig, hefur raunar verið síðasta mánuðinn en nú er kannski komin tími á að sleppa honum aðeins lausum, fara að huga að jólagjöfum og jólaföndri. Langar voðalega að föndra eitthvað, langar einhvern að vera með?

Annars er margt spennandi framundan; sumarbústaðaferð með „stelpunum“ um helgina, Vantrúarhittingur helgina þar á eftir, Sykurmolarnir 17. nóvember og jólagleði Upplýsingar 24. nóvember. Alltaf gott að hafa eitthvað til að hlakka til 🙂