Blóð

Ég er alltaf að reyna að mana mig uppí að fara í Blóðbankann. Er að hugsa um að fara á morgun, þá er opið til kl. 19. Fyrir mig er þetta töluverð áskorun. Ég hef bara einu sinni á ævinni farið í blóðprufu (í 7. bekk rauðuhundatékk, það eru 10 ár síðan!) og er mjög viðkvæm fyrir því að talað sé um blóð og stundum fyrir því að sjá það. Þeir segja að yfirlið sé sjaldgæf aukaverkun…

Mig langar allavega að fara og athuga hvort ég má gefa blóð, gæti alveg verið að ég sé of blóðlítil eða lág í járni til að mega það. Það væri líka áhugavert að vita í hvaða blóðflokki ég er.

Hemoglobin is the key to a healthy heartbeat