Og af því að það virkaði svo vel að fá ráð varðandi linsur, ætla ég líka að spyrja um ráð varðandi sléttujárn 🙂
Málið er að ég ætla að kaupa mér sléttujárn í næstu viku. En ég hef ekki hundsvit á sléttujárnum. Veit bara að gamla járnið mitt er ekki að gera sig. Getið þið mælt með einhverjum járnum sem mögulega gætu fengist í Elko? Og hvað þarf maður að hafa í huga? Og eru einhver sérstök hárefni sem þið mælið með að nota þegar maður er að slétta á sér hárið?
Njótið helgarinnar 🙂