Ég er ekkert mikið að blogga þessa dagana. En það er svo sem ekkert mikið um að vera.
Ég fór í sveitina mína um daginn. Fékk yndislegt veður. Svenni, Hrönn og Freyr litli komu yfir. Það var ósköp gaman að hitta þau. Freyr er farin að tala heilmikið en ég er ekki sú besta í að skilja hann en það fer ekkert á milli mála þegar hann segir Eygló, því það gerir hann afskaplega skýrt og skilmerkilega. Við fórum uppí Urðardal sem var æði þrátt fyrir slakt þol hjá mér. Við tókum Frey með í bakpoka, pabbinn bar hann upp og mamman niður, svo skiptumst við á að týna ber uppí prinsinn í hásætinu 🙂
Ég var svo afskaplega jarðbundinn fyrir austan. Eyddi 12 tímum í að róta í moldinni og grafa eftir gull…auga. Frábært að komast loksins í kartöfluupptöku, fékk svo 11 kg af kartöflum með í nesti.
Ég tók nokkur „verkefni“ með mér austur sem ég afhenti elsku ömmu. Tók með mér eina götótta peysu, eina peysu sem ég vildi fá tölu á og slatta af garni. Amma var ekki lengi að laga götóttu peysuna og búa til hnappagat og festa töluna. Svo var ég að blátt vesti í póstinum áðan sem smellapassar. Ég á bestu ömmu í heimi.
Svo fór ég þrisvar í bestu sundlaug í heimi. Það var ósköp ljúft nema í eitt skiptið þegar fullur veiðikall þurfti endilega að koma í sund á sama tíma og við. Hann var semsagt svo frábær að hann reyndi að koma inní kvennaklefann bæði þegar við vorum í sturtu og þegar við vorum að klæða okkur. Ég er ansi hrædd um að þetta sé það sem koma skal þar sem verið er að reisa veiðihótel í fimm mínútna göngufæri frá sundlauginni. Mér finnst það ekki sniðugt.
Jæja, bara aðeins að láta af mér vita og gleðja aðdáendur mína 🙂