Hækkun

Ég er ekkert voða hress með þessa hækkun á bensíni, olíu, áfengi og tóbaki. Sérstaklega ekki þegar þetta verður til þess að lánin hækka, jafnvel hjá fólki sem aldrei kaupir neitt af þessum vörum.

Það eina sem ég nota af þessu (a.m.k. þessa dagana) er bensínið. Og ég er hreint ekki glöð með að þurfa að borga enn meira fyrir lítrann en ríkissjóður ætlar núna að fá 20 kall af lítranum í staðinn fyrir 10 kall áður (ef ég skil þetta rétt) og nýjustu tölur segja að lítrinn kosti 181 krónu. Og hvernig er með þessi olíufélög, eru þau ekki í bullandi samráði ennþá, bara passa uppá að eyða tölvupóstunum sínum?? Ég hef líka grun um að þetta ýti ekki beinlínis undir að menn ferðist innanlands í sumar. Þetta ýtir undir að fólk ferðist ekki neitt, sem er auðvitað mjög umhverfisvænt en ekkert spes fyrir efnahagskerfið.

Og hvernig fer þessi hækkun með Strætó – hvort verður fargjaldið hækkað eða þjónustan skorin enn meira niður?